Iðunn - 01.01.1886, Page 116
110 A. Ingerslev:
salem, og höfðu uú í annað sldpti rekið af höndum
sjer óvini sína.
Jorúsalemshúar gjörðu sjer þó engar vonir um,
að Eómverjar mundu láta staðar nema við þetta.
þeir bjuggu sig í ákafa og tóku til að víggirða borg-
ina eptir beztu föugum. Nú var því eigi lengur
til að dreifa, að friði eða sættum yrði komið á. En
meðan á þessu stóð, struku margir tignir auðmenn
af landi burt, onda voru þeir margir hverjir undir
niðri vinir Eómverja.
Söfnnður kristinna manna í Jerúsalem hafði ekln
tekið þátt í uppreist Gyðinga; hann dróg sig út úr
þessari hreyfingu, og flutti búferlum austur yfir
Jórdan, og fjekk þar öruggt hæli í dálitlum bæ inni
á milli fjallanna. Söfnuðurinn gat eigi fylgzt rneð
Gyðingum. Kristnir menn minntust þeirra orða
Drottins, að þeir tímar mundu koma, að herflokkar
mundu umkringja Jerúsalem og leggja hana í eyði
og ekki láta stein yfir steini standa, af því að hún
þekkti eliki sinn vitjunartíma; þeir minntust þess,
að Gyðingar höfðu krossfest Jesú Krist, grýtt Ste-
fán, hálshöggvið Jakob eldra og hruudið Jakob
yngra frain af musterinu, ofsótt postulana, hneppt
þá í fjötra, hætt þá og liúðstrýkt.
1 Jerúsalem var unnið af mesta kappi. Múr-
arnir voru hresstir við, smíðuð vopn og ungu’
menn tamdir við vopnaburð. Menn minntust þeirr-
ar frægðartíðar, þegar Makkabearnir höfðu dug og
djörfung til að stökkva burtu óvinum landsins og
foröa því snián og glötun. Hið mikla ráð Gyðinga
skyldi liafa alla yfirstjórn í styrjöldinni. Landinu
öllu var skipt í 5 varnarhjeröð, og einn yiirforing1