Iðunn - 01.01.1886, Page 121
115
-Byðing Jerúaaleraaborgar.
vinum sínum. Jósefus sá, að lýðurinn mundi ekki
láta lijer við sitja, heldur beita valdi við hann, ef
liann Ijeti ekki undan; varð hann því afhuga ílóttan-
uni, og stýrði vörninni með dugnaði og fyrirhyggju.
í 40 daga hafði borgin varizt; en þá gerðist einn
Ijorgarmaður sá níðingur, að segja Eómverjum frá
því, að undir morguninn vœru Gyðingar vanir að
taka á sig náðir stundarkorn, svo að borgin vœri
varnarlaus þá stundina. Vespasíanus sætti þessu
íæri, og þá hina sömu nótt kom hann að borgar-
Jriönnum óvörum; allt mannfólkið var drepið, og
hús og varuarvirki borgarinnar sljettuð að jörðu.
Jósefus hafði hugsað um sig; hann stökk niður
1 tóman brunn, sem gengt var úr inn í lielli neðan-
Jarðar. þar hitti hanu fyrir 40 hermenn, sem þang-
að höfðu leitað liælis og liaft með sjer nokkrar vistir.
hómverjar frjettu þá til lians, og Vespasíanus gerði
mann til hans, og skoraði á hann að gauga sjer
á vald. Sendirnaðurinn sagði, að Vespasíanus gerði
ekki orð eptir honum til þess að láta hana sæta
i'efsingu, heldur til þess að forða lífi hans. Jósefus
Var þess fús að fara með sendimanninum, en fje-
lagar hans tóku því illa, að hann vildi gauga Eóm-
verjunr á hönd, og gerast þræll þeirra. þeir sögðu,
að hann, sjálfur liershöfðinginn, yrði að deyja með
þeim, og væri honum það alvara að vilja llýja á
uáðir Bómverja, þá skyldu þeir launa honum svildn
uieð því að höggva hanu þegar í stað. Jósefus sá
sitt óvœnna og ljet eptir þeim. Hann hjet þeim
að deyja með þcim, en bar það undir þá, livort cigi
VttJ1'i bezt, svo að þeir kæmust hjá að vorða huug-
8*