Iðunn - 01.01.1886, Síða 123
Eyðing Jcrúsalemsborgar.
117
er það frjettist um Jósefus, að hanu væri í góðu
gengi hjá Rómverjum ; en hann hugðu menn dauð-
ann og grafinn undir rústum Jótapötu ; honum var
bæði borið á brýn hugleysi og landráð. Akafa-
mennirnir vændu alla líkum sökum; margir heldri
menn bæjarins voru settir í bönd eða teknir af lífi,
°g var þeim fundið að sök, að þeir hefðu viljað
opna borgarhliðin fyrir Rómverjum. Æðstaprestin-
um var vikið frá embætti, og eptirmaður hans valinn
með hlutkesti, og er sagt, að fyrir því hafi orðið mjög
fákunnandi maður.
Ihaldsmennirnir þoldu eigi lengur þennan ofsa,
beldur gripu til vopna, og náðu sjálfum bænum á
sitt vald, en ákafamennirnir hjeldu að eins eptir
musterishæðinni. f>eir áttu þó skamma stund sigri
aðhrósa, því að ákafamennirnir leituðu sjerliðs suður
f Idúmeu, þar sem niðjar Esavi bjuggu, og varð það
til þess, að 20,000 ídúmear hjeldu norður til
Jerúsalem. þcim varneitað inngöngu, og tjölduðu
þeir fyrir utan borgarhlið, en um nóttina gerði ofsa-
veður ineð regni, þrumum og eldin>guin; varð þá
lítið um varðgæzlu, og sættu nokkrir af ákafamönn-
unum því, tóku slagbranda frá h'liðinu og hleyptu
Jdúmeum inn. ídúmear æddu um borgina sem ó-
nrgadýr; við sólaruppkomu mátti, að sögn, telja
8000 lík á strætum, og manndrápunum var þá þó
bvergi nærri lokið. I þessari hrotu voru jafntdrepnir
fátækir sem ríkir, og margir hraustir drengir, sem
vel höfðu dugað. Nú tólcu menn almennt að freista
nndankomu úr Jerúsalem, en ákafamennirnir reyndu
nð aptra því, og sátu fyrir fióttamönnum á vegutn
uti og drápu þá. Idúmear undu eigi lengi i Jerú-