Iðunn - 01.01.1886, Page 124
118
Á. Ingerslov:
salem eptir þettn; þeir hjeldu heim til sín, er þcir
þóttust hafa nóg að gert.
Stilltari og spakari flokkurinn greip til þess ófagn-
aðar í þessum hörmungum, að fara að dæmi Alcafa-
mannanua. þeir leituðu sjer liðs hjá Símon nokkr-
um, sem var fyrirliði stórrar ræningjasveitar, og
var mælt, að hann hefði undir sjer 40,000 vopnaðra
manna; var það hiun versti óþjóðarlýður, ræningjar
og morðingjar. jpað er eigi gott að sogja, hver
flokkurinn var vor leikinn af þessum nýju gestum.
þegar Símon var kominn inn í borgina, liugsaði
hann eigi um annað en það, hvernig hann sjálfur
gæti fengið öll völdin, og kúgað báða flokkana. Koma
hans varð að eins til að gera vont verra.
I sjálfri borginni voru þannig þrír eða fjórir flokk-
ar, sem allir bárust vopnum á. Hver flokkurinn
hafði á sínu valdi nokkurn hluta borgarinnar, og
umgirti hann eptir föngum, og sætti lagi að vinna
hinum mein. A þessu gekk í tvö ár; Rómverjar
náðu smámsaman öllu landinu á sitt vald, og þeir,
sem landið áttuað vcrja, sátu fyririnnan múra Jerú-
salemsborgar, börðust sin á milli og bronndu og
skemmdu hús borgarinnar og eyddu vistum til ónýtis.
þrír menn 1 Jerúsalem voru svo byrgir að vistum,
að þeir áttu í kornhlöðum sínum nógan forða handa
öllum bæjarmönnum svo árum skipti, en í róstun-
um brunnu þessi forðabúr til kaldra kola, og þegar
óvinirnir fyrir fullt og allt settust um borgina, varð
því þegar í stað algjörður vistaskortur.
Yespasíanusi var skemmt; hann gat haft hægt
um sig; Gyðingar sjálfir gerðu livað þeir gátu til
þoss að leiða glötunina yfir sig. Haun hjelt sig