Iðunn - 01.01.1886, Page 125
119
Eyðing .lerúsalemsborgar.
rnest vestur við Miðjarðarhaf, og tók sjer þar vetr-
arsetu. Nœsta vor tók liann sigupp, en fór þá fram
hjá Jerúsalem og austur fyrir Jórdan. þar bældi
hann niður allan óróa, og hjelt síðan til Júdeu,
hrenndi þar þorp og bæi, og seldi fólkið mansali.
Sumarið G9 var allt Gyðingaland á valdi Róm-
verja, nema sjálf Jerúsalem og þrír smákastalar.
En það átti eigi að liggja fyrir Yespasíanusi, að
yfirstíga Gyðinga að fullu, heldur tók Títus sonur
hans við af honum, því að sjálfur varð hann að
gefa sig við stærri málum.
Neró hafði fyrirfarið sjer árið 68, enda höfðu
Rómverjar þá fengið nóg af hryðjuverkum hans og
hafið uppreist gegn honum. Næstu þrjú missiri
sátu þrír keisarar að völdum, er allir fórust voveif-
lega, annaðhvort af völdum sjálfs sín eða annara.
Her8veitirnar í Austurálfu kusu Vespasíanus fyrir
keisara ; hann var þeim kunnur að góðu og laus við
ómennsku og leti hinna síðust koisara. Yespasían-
us sjálfur ljet sjer fátt um finnast. Ilann var þá
kominn allt að sextugu, og þótti í mikið ráðix.t
fyrir sig, svo garnlan mann. En Títusi, syni lians,
var það fullkomið kappsmál, að faðir hans hafnaði
eigi keisaratigninni. Idann hafði fylgzt með föður
sinum til Gyðingalands, var maður kappsamur og
h'amgjarn; hann studdi af alofli kosningu hernmnn-
anna, enda sá hann fyrir, að hann með því bjó
sjálfum sjer í haginn. Títus átti vísa yfirstjórn
liersins í Gyðiugalandi, of faðir lmns yrði keisari í
Eómaborg, og þá gafst honum bezt færi til að
vinna sjer ágætan orðstír með því að taka Jerú-
salem horskildi, og gat hann þá talið sjer keisara-