Iðunn - 01.01.1886, Page 128
122
A. Ingerslev:
múrana. Títus færði hervirki sín jafnt og þjett
nær múrunum. Hann þrískipti liði sínu, svo að
viunan fjell aldrei niður, og öllum fornum og nýjum
vígvjelum var beitt. A þrern stöðum voru bornir
upp liólar jafnháir borgarmúrnum ; á hólum þess-
uin stóðu skotmenn og bogaskyttur; þar stóðu
og slöngvivjelar; báru þær 100 faðma langan veg
fimm fjórðunga steina. Ein af vígvjelum Eóm-
verja var hinn svonefndi hrútur eða múrbrjótur.
Hann var þannig gerður, að reistur var hár gálgi
fyrir utan múrinn, og í gálganum hjekk í lausu
lopti þungur og mikill bjálki, er var járnvarinn í
þann endann, sem vissi inn til múrsins. J>egar
bjálka þessum var sveiflað fram og aptur, varð högg-
ið undan honum ógurlegt, og stóðust fæstir múrar
fyrir því.
Gyðingar vörðust eptir föngum. jpeir reyndu að
þreyta og ónáða óvinina með því að skjótast að
þeim að óvörum hjor og þar. jjpegar Eómvórjar tóku
að beita múrbrjótnum, ljetu þeir koina á krók móti
bragði, þannig, að þeir reyndu að bregða reipum
um endann á bjálkanum, er hann reið að, svo að
lionum slægi fiötum á múrinn, eða þeir ljetu þiljur
síga niður með múrnum til að taka við höggunum.
jpað mátti heita, að barizt væri frá morgni til kvölds
á hverjum degi, og um nætur þorðu menn vart að
taka á sig uáðir. Margir fjellu af báðum og enn
fleiri urðu sárir, og Títus sjálfur meiddist af steins-
höggi í vinstri öxl.
Eimmtán daga tók það Bómverja, að brjóta skarð
í yzta múrinn ; gáfu Gyðingar þá upp vörnina við
þann múr, og náðu Eómverjar þá á vald sitt nyrzta