Iðunn - 01.01.1886, Side 130
124 A. Ingerslcv :
som hreysti og herkunnátta Eómverja eigi gat
áorkað.
I Jorásalem var farið að verða lítið um vistir,
og það áður en Títus hlóð garðinn umhverfis borg-
ina. Eins og áður er drepið á, eyddust að mestu
i róstunum hinar iniklu vistir, sem til voru í borg-
inni. ]pað jók og á vistaskortinn, að Eómvarjar
höfðu setzt um borgina rjett um páskana; en þá
var fjöldi fólks aðkomandi í Jerúsalem. jpað var
því eigi furða, þó að innan skamms yrði hart um
manna í milli, og að síðustu full liungursneyð.
Fátœklingaruir fengu fyrst að kenna á því; en er
að því kom, að engar vistir var að fá, hvað mikið
sem var í boöi, voru auðmenn og fátæklingar jafn-
illa staddir. jpað voru dæmi til þess, að menn ljetu
aloigu sína fyrir eina skeppu af hvoiti eða byggi,
og þeir, sem í það náðu, lokuðu sig inni til þess
að geta neytt þess í næði, en stundum gáfu menn
sjer eigi tóm til þess að matreiða það, heldur rifu
í sig kornið ómalað, eða deigið hálfbakað. Sultur-
inn gerði alla að dýrum. Nánustu ættingjar fóru
í handalögmál um hvern munnbita, sem heimilinu
áskotnaðist; hver varð sjálfum sjer næstur; það
er enda sagt frá því, að mæður hafi tekið bitann
frá ungbörnum sínum. Akafamennirnir töldu það
eiginlega heppilegt, að hinum friðsamari, sem upp
vildu gefast, fækkaði á einhvern hátt; þeir áttu
eigi skilið að lifa, og sízt að taka fæðuna frá hin-
um. I flokki ákafamannanna voru margir ræn-
ingjar og illmenni, og má því nærri geta, aðmörg
hryðjuverk voru framin, og komu þau helzt niður
á hinum spaklyndari og friðgjarnari. Illþýði þetta