Iðunn - 01.01.1886, Side 134
128 A. íngerslev:
af sjor að leggja í eyði svo ágætt smíði, sem must-
érið var. Vera má þó, að annað hafi ráðið meiru.
Títus liafði um þær mundir fellt ástir til hinnar
fögru Bereníku, sem var af ætt Heródesar mikla, og
gerði liann allt livað hann gat til þess að ná ástum
hennar. Bereníka hafði, þrátt fyrir marga ókosti,
þá rækt við ættjörðu sína og holgidóma landsins,
að Títus vissi, að það mundi gleðja liana, ef hann
lofaði musterinu að standa. En Títus fjekk cigi
ráðið því. I einni atlögunni ijet rómverskur her-
maður lypta sjor upp eptir múrnum og kastaði
brennandi blysi inn um glugga þanti á musterinu,
sent kallaður var »gullglugginu«. Blysið hefir hitt á
eitthvað eldfimt, þvl að stórt bál kom af. Títus
kom þegar að, og bauð liermönnum sínum að
slökkva. En annaðhvort var það, að þeir fengu
ekkert aðgert, eða þeir vildu eigi sinna boðum hans.
Hermennirnir brutust inn í musterið, sem uú varð
varnarlaust, og drápu alla, er þeir festu hendur á;
inni við sjálft altarið láu dauðir búkar í hrönnum.
Títus gat eigi stillt sig um, að fara inu í musterið,
til þess að sjá mcð eigin augum, hvort það væri
eins skrautlegt og mikilfenglegt, eius og orð fór af,
og fannst honum mikið meira um allt, en hann
hafði heyrt af því látið. Hann ítrekaði skipun sína
um að slökkva, en enginn gegndi honum, og hann
kornst sjálfur við illau leik út úr reykjarsvælunni
og brunanum. Gyðingar, sem uppi stóðu lífs, ráku
upp ógurleg sorgarkvein, er oldinum slóg upp um
þakið, svo að undir tók í fjöllunum i kriug. Fjölda
margir vildu eigi lifa eptir fall musterisins; sumir
lleygðu sjer á bálið, aðrir kusu sjer dauða af völd-