Iðunn - 01.01.1886, Page 137
131
Eyding Jerúsalemsborgar.
gert sjer eins ljósa hugmynd um það, eins og þeir
hefðu verið sjónarvottar að því, hvernig borgir Gyð-
ingalands hrundu fyrir Eómverjum og musterið
branu til kaldra kola. ]pá kom herfangið, borð
skoðunarbrauðanua og ljósahjálmurinn úr muster-
inu, með 17 kertapípum, hvorttveggja úr sklru gulli,
og lögmálsbókin. Vespasíauus og Títus sátu í
gyltum vagni og gengu 4 hestar hvftir fyrir; keis-
ariun og sonur hans voru í purpuraskikkjum með
lárviðarsveigi bundna um höfuð sjer. Síðast fór
herinn að austan. Förinni var heitið til Ivapítóls-
hæðar; þar var numið staðar fyrir framan hofið,
til þess er lirópað var yfir mannþyrpinguna, að fyr-
irliði óvinanna hefði fengið makleg málagjöld; var
það Símeon, sem fyrst var húðstrýktur og síðan
tekinn af lífi; þá kvað við fagnaðaróp frá liernum,
og því næst voru guðunum færðar fórnir.
Jpessa sigurs yfir Gyðingum var og minnzt marg-
víslega á aunan hátt. Peniugar voru mótaðir, þar
sem »Júdea yfirunnin« var í líki Ijeuiagna konu lát-
m sitja undir pálmatrje fyrir framan rómverskan
hermanu, er stóð uppi yfir lienni. Nýtt hof var
reist og nefnt »friðarhofið«; var þangað selt til
geymslu skoðunarbrauðaborðið, ljósahjálmurinn og
gullker musterisins. Seinna var reistur veglegur
sigurbogi úr marmara, er listamenn prýddu moð
ýmsum myndum, er minntu menn á sigurinn. Sig-
urboga þenuan nlielgaði öldungaráðið og Eómalýður
hinum guðdómlega Títusi, syui hins guðdómlega
Vespasíanusar«. Sagt er,að Gyðingar, erheimaáttuí
If-ómaborg, hafi lengi vel sneitt sig hjá að ganga
9*