Iðunn - 01.01.1886, Síða 140
134 Prosper Merimée:
staðfestur með lögmætu söununarskjali, íneð undir-
skript 4 skilríkra votta. Jeg get bætt því við, að
fyrirburður sA, er skráður er í skjali þessu, var
mörgum kunnur og hans víða getið löngu áður en
þau tíðindi gerðust, er hann virðist hafa fyrir-
boðað.
Karl ellefti Svíakonungur, faðir hins mikla kappa
Karls tólfta, var maður harðráður og stjórnsamur,
og raunar einhver nýtasti höfðingi.er Svíar hafa yfir
sjer átt. Hann lægði mjög ofmetnað lendra manna
og minnkaði ríki þeirra, svipti ríkisráðið öllum völd-
um og setti sjálfur þau lög 1 landi, er honum sýnd-
ist. Hann breytti í einu orði stjórnarskipun lands-
ins; áður var þar höfðingjastjórn, en nú gerðist kon-
ungur einvaldsdrottinn rikisins. Honum er svo
lýst, að hann hafi verið greindur maður, ákafamað-
ur£mikill í skapi og ráðríkur, kaldlyndur og tor-
tryggur, en trúrækinn alla æfi og ljet sjer mjög
annt um kirkjur og kennimenn, en var þó gjörsam-
lega frásneiddur öllu hugarvingli.
Drottning Karls ellefta hjet Úlrika Eleónóra, og
var dóttir Friðriks þriðja Danakonungs, en systir
Kristjáns fimtnta. Hún var nýlega látin, er þessi
saga gerðist (1693), og hörmuöu Svíar hana mjög,
því að hún var vitur kona og góðgjörn ; en lítið
hafði hún ástrfki af konungi, og er mælt, að það
muni hafa stytt henni aldur. þ>ó fjekk lát hénnar
allmjög á konung, og meir en líkur þóttu til um
jafnharðgerðan mann. Hann hafði jafnan metið
mikils mannkosti hennar. Yar liann fálátur mjög
og í þungu skapi um hríð eptir þetta, og sökkti