Iðunn - 01.01.1886, Page 141
Vitrun Karls ollofta.
135
sjer öllum niður í alvarleg störf, til þóss að hafa of-
an af fyrir sjer.
jpað var eitt kvöld seint um haust, að liann sat á
skrifstofu sinni í konungshöllinni í Stokkhóhni.
Eldur brann á arni og sat konungur fáklæddur við
eldinn, með slopp yfir sjer. Eigi voru aðrir hjá
konungi en stallari hans, Brahe greifi, er hann
hafði miklar mætur á, og læknir hans Baumgarten,
er vildi láta halda sig trúleysingja og cfast um
alla hluti nema læknislistina.
jpað var orðið mjög framorðið; en ekki bauð kon-
ungur góða nótt, eins og hann var vanur, er hann
ætlaðist til að nienn tefðu eigi lengur hjá sjer.
Hann sat álútur og starði inn í eldinn, en mælti
eigi orð frá vörum; það var eins og honum leiddust
þeir fjelagar, en kynokaði sjer þó við að vcra einn
eptir, þótt hann vissi ekki, hveruig á því stæði.
Brahe greiíi þóttist vita, að konungi mundi lítið um
það gefið, að liann tefði lengur, og hafði hann haft
orð á því optar en einu sinni, að hann væri hrædd-
ur um, að hans hátign þyrfti að fara að taka á sig
náðir. En konungur gerði honum bendingu um,
að vera kyr. Læknirinn fór líka að tala um, hvað
miklar næturvökur væru óhollar; en konungur taut-
aði í hálfum hljóðum : »Bíðið þið ; jeg hefi ekki lyst
til að fara að sofa enn«.
Hinir fóru að brjóta upp á ýmsu viðræðuofni; en
það urðu ekki nema orð og orð á stangli. þeir
þóttust sjá, að það lægi illa á konungi, og er staða
hirðmanna jafnan vandasöm, er svo her undir.
Brahe greifi fmyndaði sjer, að þunglyndi konungs
væri sprottið af söknuði eptir fráfall drottningar;