Iðunn - 01.01.1886, Side 142
Prosper Merimée :
13(5
hann virti fyrir sjer um stund mynd drottningar,
er hjekk þar á veggnum í herberginu, og mælti síð-
an og stundi við : »En hvað myndin sú arna er
lík! Yfirbragðið er bæði hátignarlegt og blítt».
Konungur brást bystur við. Hann mátti eigi
heyra drottningu nefnda á nafu svo, að hann grun-
aði ekki óðara um brigzl við sig heunar vegna.
»f>essi mynd er öll fegruð», mælti hunn ; »drottningin
var ljót». En honurn gramdist jafnskjótt við sjálf-
an sig, að vera svona harðgeðja, stóð upp og gekk
um gólf, til þess að láta ekki á því bera, hvað
honum brá. Hann nam staðar við gluggann, sem
vissi út í hallargarðiun. f>að var kolniðamyrkur og
nýtt tungl.
Höllin, sem Svíakonungar sitja í nú, var þá ekki
fullger, og Karl ellefti, er hafði byrjað á henni,
hafði aðsetu í gömlu höllitini, or lá við oddann á
Riddarahóhni, þann er liggur út í Löginu. f>að var
allmikið stórhýsi, og eem skeifa í lögun. Skrifstofa
konungs var í annan arminn utarlega, og í hinn
arminn þar gegnt á rnóti hinn mikli salur, er þingið
var vant að koina saman í, er það skyldi hlýða á ein-
hvern boðskap frá konungi.
það var að sjá ljós f gluggum i sal þessum, og
það bjart. Konungi þótti það kynlegt. Haun f-
myndaði sjer, að einhver hallarþjónn væri þar á
ferð með ljós; en hvaða orindi gat nokkur maður
átt þangað um þann tíma dags, salurinn sem ekki
hafði verið opnaður langa lengi ? |>ar að auki var
birtan megnari en svo, að hún gæti stafað af einu
ljósi. f>að hefði mátt íntynda sjer, að kviknað
væri i höllinni og saluriun farinn að brenna; en