Iðunn - 01.01.1886, Page 143
Vitrun Karls ollclta.
137
enginn sást reyknrinn ; róðurnar voru ekki sprungn-
ar; enginn skarkali heyrðist; það var miklu líkara
því, að salurinn væri allur uppljómaður.
Konungur horfði á þetta um hríð, þegjandi. f>á
ætlaði Bralre greiíi að hringja A skósvein og senda
hann af stað til að grennslast eptir, hvernig stæði
á þessum kynlega ljósagangi; en konungur varnaði
því og kvaðst vilja fara sjálfur og forvitnast um
það. Hann brá litum er hann rnælti þetta, og var
að sjá á svip hans, eins og uin hann færi einhver
andlegur hryllingur. Hann gekk öruggur rit samt
sem áður ; stallarinn og læknirinn gengu á eptir
honurn, og með sitt vaxkerti hvor í hendinn, log-
andi.
Hallarvörðurinn, er geymdi lyklana, var háttaður.
Baumgarten fór og vakti hann , og skipaöi honum í
nafni konungs að fara og ljúka upp dyrunum að þing-
salnum. Manninum varð bylt við þennan óvænta
boðskap; hann flýtti sjer áfæturog til konungs með
lyklakippu sína. Fyrst lauk hanu upp dyrum að
myndasal, er var hafður fyrir anddyri að þingsaln-
um. Konungur gengur inn; en honum hregður
heldur en eigi í brún, er hann sjer, að veggirnir eru
allir tjaldaðir svörtu.
»Hver hefir sagt fyrir því að tjalda salinn svona?»
mælti hann, hysturmjög. nEnginn, það jeg veit,
yðar hátignn, mælti hallarvörðurinn, og var alveg
ringlaður; »og síðast, þegar jeg ljet sópa salinn, var
hann með eikarþiljunum, eins og hann hefir allt af
verið. f>að er áreiðanlegt, að þessi tjöld eru ekki úr
forðabúri yðar hátignam.
Konungur gekk hratt, og var kominn meira en