Iðunn - 01.01.1886, Page 144
138
Prosper Merimée :
miðja leið innar epfcir myndasalnum. Greifinn og
hallarvörðurinn gengu rjett á eptir honum; lækn-
irinn, Baumgarten, var nokkuð aptur iir; hann
var eins og á milli steins og sleggju, þorði hvorki
að vera einn eptir nje að liætta sjer út í óvissu;
honurn leizt ekki á blikuna.
»]?arið þjer ekki lengra, yðar hátign», mælti hall-
arvörðurinn. »]pað veit trúa mín, að hjer er ekki
allt með felldu. Á þessari stundu .... og síðan
fráfall drottningarinnar, yðar dyggðum prýddu eig-
inkvinnu . . . það er sagt, að hún gangi hjer ljós-
um logum í þessurn sal .... Guð varðveiti oss !
. . . .».
»Staðnæmist þjer, yöar hátign !» kallar nú greif-
inn líka; »heyrið þjer eklci þennan kynlega skark-
ala inni f þingsalnum ? Hver veit, hvaða hættu
þjer sfcofnið yður f, yðar hátign?»
»Yðar hátign», mælti Baumgarten — það hafði
komið gustur á ljósið hjá honum og slökkt það;
»loyfið mjer að minnsta kosti að sækja tuttugu af
varðmönnum yðar hdtignar».
»Yið skulum fara inn», mælti konungur, með ör-
uggum róm, og staðnæmdist við dyrnar að hinum
stóra sal; »og þú, hallarvörður! ljúktu fijótt upp
hurðinni þeirri arna»; hann rak 1 hana fótinn, svo
tók undir í hallarhvelfingunni, en bergmálið kvað
við aptur í þaksvölunum svo hátt,eins og skotið væn
af fallbyssu».
Hallarvörðurinn nötraði svo á leggjunum, að lyk-
illinn skall við skrána, en hitti aldrei á skráargatið.
»Gamall hermaður, sem skelfur!» mælti konungur