Iðunn - 01.01.1886, Page 147
Vitrun Karls ellel'ta.
141
hjelt í endann á taugum þeim, or höndur jpóirra
voru bundnar með. Sá, sem fremstur gelck band-
ingjanna, og virtist vera fyrir þeim, staðnæmdist
á miðju gólli framini fyrir höggstokknum, og leit á
hann djarfmannlega og fyrirlitlega. I sömu svipan
var eins og titringur færi uin líkið, og rann blóð
úr sárum þess, rautt sem purpuri. Hinn ungi maður
kraup á knje og rjetti fram hálsinn ; öxin glampaði
á lopti og reiddi liana jafnskjótt niður aptur mcð
miklum gný. Blóðstraumur bunaði inn yfir pallinn
og rann saman yið blóðið úr líkinu ; og höfuðið,
sem hentist á lopti eptir blóðstoklcnu góllinu, valt
beint fram fyrir fætur Karli konungi og rauð þá
blóði.
Allt til þessa hafði konungur verið sem þrumu
lostinn af undrun, og rnátti eigi mæla; en þessi
voðalcga sjón losaði um tungurætur hans. Hann
gekk nokkru innar eptir, nær lrásætispallinum, sneri
sjer að þeim, sem var klæddur ríkisstjóraskikkjunni,
og hafði yfir rneð fullri djörfung þessi alkunnu
varnaðarorð : nSjertu frá guði, þá talaðu ; sjertú frá
hinum, þá láttu oss í friði».
Vofan svaraði konungi seint og í hátíðlegum
róm : »Karl konungur ! þetta blóð mun eigi renna
þína stjóruartíð»......(svo varð rómurinu óskírari),
"heldur fimm konungum eptir. Vei, vei, vei yfir
blóði Vasa-ættarinnar».
þá fóru að verða oins og nokkuö óglögg manna-
skil í þessum kynlega söfnuði, og urðu varla annað
en tómir svipir með ýmsum litum; síðan hurfu
þeir með öllu ; töfraljósin slokknuðu, og sást eigi
onnur birta en af Ijósunum, som þeir konuugur og