Iðunn - 01.01.1886, Page 148
142
Prosper Merimée :
förunautar hans voru með, og ekki önnur vegsum-
merki, en að gömlu veggtjöldin eins og blöktu fyrir
vindi. Enn heyrðist stundarkorn einhver lcliður,
fremur hljómþýður, og kvað einn þeirra fjelaga það
hafa verið líkast því, er vindur þýtur í skógarlimi,
en annar líkti því við hljóð það, er heyrist í hörpu-
strengjum, er þeir hrökkva í sundur, þegar verið er
að stilla hljóðfæri. En öllum barþeim samanum það,
hvað lengi fyrirburðurinn liafði staðið; það voru á
að gizka 10 mínútur, sögðu þeir.
■Veggtjöldin svörtu, höfuðið afhöggna, blóðstrauin-
urinn, sern litaði gólíið, — allt var þctta horfið með
vofunum ; það sáust engar menjar fyrirburðarins,
nema rauður blettur á öðrum skó konungs, og hefði
það eitt verið ærið til þess að rifja upp fyrir hon-
um það sem við bar þessa nótt, ef honum hefói
ekki verið það full-minnisstætt að öðru loyti.
þegar konungur var kominn aptur til herbergis
síns, ljet liann skrásetja skýrslu um það, er hann
hafði sjeð, ljet förunauta sína skrifa undir hana,
og ritaði sjálfur nafn sitt undir á eptir. Svo mikil
varúð sem höfð var til að leyna cfni skýrslu þoss-
arar fyrir almenningi, þá kvisaðist það samt sem
áður, og það jafnvel meðan Karl ellefti var á lífi ;
skjalið erttil enn, og hefir engiun maður látið sjer til
hugar koma hingað til að rengja,að það sje ófalsað.
Niðurlagið er merkilegt. þar kemst konungur svo
að orði: »Og sje það, er jeg nú hefi frá skýrt, eigi
nákvæmlega sannleikanum samkvæmt, þá afsala
jeg mjer allri von um annað betra líf eptir þetta,
ef jeg kynni að hafa til þess unnið með fáeinum góð-
verkum, og einkum vegna þess áhuga, er jeg hefi