Iðunn - 01.01.1886, Page 152
Um vatnið.
Eptir
3íazt 01t,. ©íí.etjÆ-í..
—wv'—
Inngangsorð.
«/£Vllum efnum í náttúrunni umhverfis oss má skipta
í 2 aðalfiokka: frumefni og samsett efni. Frum-
efni eru þau, sem oss hefir að minnsta kosti eigi enn
tekizt að greina í önnur efni. Alla aðralíkami, þ. e.
hin samsettu efni, hefir oss tekizt að greina í sund-
ur, og hefir það þá komið í ljós, að þau geyma í
sjer fleiri eða færri frumefni. Menn þekkja nú um 70
frumefni; sem dæmi þeirra má nefna þessa málma :
járn, blý, eir, gull, silfur, o. s. frv., og þar
að auki brennistein og kol. Sum frumefnin eru
loptkynjuð, og má sem dæmi þeirra nefna lopt-
tegundina súrefni (oxygeniutn), sem er hjer um bil
jr af loptinu umhverfis oss. Hinir fjórir fimmtung-
arnir af andrúmsloptinu eru annað loptkynjað
frumefni, er nefnist köfnunarefni (nitrogenium).
Hið þriðja loptkynjaða frumefni er vatnsefnið (hy-
drogeniutn), sem einnig hefir mjög mikla þýðingu
í náttúmnni, þar eð allt lifandi, bæði dýr og jurtir,
að mestu leyti er myndað af fjórum frumefnum,
og eru þau vatnsefni, kolefni, súrefni og köfn-
unarefni.
jpegar vjer nú athugum slíkt efni sem vatnið,
þá veröur sú spurning fyrst fyrir: Er vatnið