Iðunn - 01.01.1886, Side 154
148
Karl M. Meyer:
nú geta ráðið það af röksemdum Caveudish’s, að
vatnið væri samsett af tveim frumefnum, súr-
efni og vatnsefni. |>að hefir síðar komið fram, að
þessi ályktun var rjett, þar eð menn með tilraun-
um, sem hjer er eigi hægt að útskýra nánara, hafa
fundið það, að vatnið eingöngu er samsett af þess-
um 2 frumefnum, þannig, að 9 pd af vatni eru
1 pd af vatnsefni og 8 pd af súrefni. A vatninu
má sjá, hversu mjög samsettu efnin geta verið (og
nálega ávallt eru) frábrugðin frumefnum þeim, er
þau eru samsett af; þvf að nú or vatnsefnið lopt-
tegund, sem getur brunnið, og súrefnið er loptteg-
und, sem greiðir fyrir brunanum, en vatnið hafði
aptur á móti eigi þessa eiginlegleika.
Eöli vatnsins.
Vjer höfum nú sjeð, að úr 1 pd vatnsefnis og 8
pd súrefnis má búa til 9 pd af vatni, og skulum
vjer nú athuga nákvæmar eðli vatnsins, er þannig
er til orðið.
Ef vjer látum skál með vatni í standa á af-
viknum stað í nokkurn tíma, þá sj'áum vjer, að
vatnið minnkar smámsaman, og hverfur að lokum
algjörlega. jpegar það cr horfið, segja menn, að
það hafi þornað upp, en það, sem í raun rjettri hefir
átt sjer stað, er, að vatnið hefir breyzt eða um-
myndazt úr vökva í loptefni, dreifzt í loptinu, og
er í því ástandi ósýnilegt augum vorum. Vjer
getum auðveldlega flýtt mjög fyrir þessari uppgufan
vatnsins með því að hita það.
jpað eðli vatnsins, að það gufar upp við hita, er
saineiginlegt öllum vökva; eu vatnsgufan þjettist eins