Iðunn - 01.01.1886, Page 157
Um vatnið.
151
má meðal annars sjá á sykrinu. jpó er þetta eigi
algild rogla; þannig mun llestum húsmæðrum það
kunnugt, að þegar þær ætla að nota mjög sterka
blöndu af sóda.þá græða þær ekkert á að hafa vatnið
heitara en vel nýmjólkurvolgt (nákvæml. 38°), því
hvort sem vatnið er heitara eða kaldara, geta þær
eigi látið eins mikið af sóda renna suudur í því.
Ef vatnið samlagast vökva, er það kallað, að það
uppleysi hann, t. d. vínandi; en geti það eigi sam-
lagast honum, segja menn, að sá vökvi sje óupp-
leysanlegur í vatni, t. d. olía.
jpegar talað er um, að vatnið uppleysi eitthvert
loptkennt efni, þá er með því átt við, að vatnið
drekki í sig þá lopttegund. jpegar um þetta er að
ræða, þá á sjer stað liið gagnstæða því, er vjer áð-
ur lærðum um föstu efnin ; því eins og vatnið gat
uppleyst því meira af föstum efnum, því heitara
sem það var, þannig veitir það lopttegundunum því
minni móttöku, því heitara sem það er. jpetta
þekkjum vjer einnig úr daglegu lííi. Neyzluvatn
vort heíir sogið í sig eigi alllítið af loptinu um-
hvérfis oss, o: andrúmsloptinu, áður en vjer fáum
það til neyzlu. Ef glas með nýju neyzluvatni er
látið inn í heitt herbergi, þá sjáum vjer innan
skainms smáloptbólur setjast innanvert á glasið.
jpetta stafar að því, að vatnið hitnar smámsaman,
og getur eigi haldið í sjer eins miklu lopti og áður,
samkvæmt því sem nú var sagt. Loptið reynir þá
til að losa sig úr sambandinu við vatnió, og festist
ems og lopthólur innan á glasið. Yjer getum einnig
á annan hátt, en með hitanum, haft áhrif á það,
hversu mikið af lopti vatnið getur til sín tekið.