Iðunn - 01.01.1886, Síða 158
152
Kavl M. Mcyer:
Vjer getum nefnilega með loptdœlu eins og þrýat
lopttegundi'nni inn í vatnið, með áköfum þrýstingi,
í meiri rnæli en það annars hefði tekið á móti.
Dæmi þess er hið algenga súclavatn. Aðalefni sóda-
vatnsins er uppleysing af lopttegund, er heitir kola-
sýra, í vatni (kolasýran er lopttegund, samsett af
frumefnunum kolum og súrefni, og myndast'þegar
kol brenna, þ. e. [sameinast [súrefninu í loptinu).
Kolasýrunni er með -'eigi alllitlunV þrýstingi þrýst
inn í vatnið, og tappinn látinn í fiöskuna meðan á
þrýstingunni stendur. Ef vjer nú nemum hurtu
þrýstinguna rneð því að taka tappann úr flöskunni,
getur vatnið eigi haldið svo mikilli kolasýru upp-
leystri, og fer hún þá úr vatninu, og kemur þá ólga
í vatnið.
Hringrás vatnsins.
Vjer skulum nvi líta á hina miklu hringrás vatns-
ins frá jörðunni og dýrum þeim og jurtum, sem á
henni eru, upp í loptið og síðan aptur til jarðarinnar.
það hefir áður verið sagt, að vatnið gufar upp,
hvort heldur það er heitt eða kalt, og af því geta
menn vitað, að það vatn, sem er á jörðunni, án
afláts gufar upp í loptið. jpar eð nú hafið hylur
hjer um hil f parta af yfirborði jarðarinnar, er hægt
að skilja, að það er eigi lítið vatnsmegn, sem frá
því einu gufar upp og dreifist í andrúmsloptinu,
og þar við bætist það, sem gufar upp frá stöðu-
vötnum, ám og rökum jarðvegi. En auk þess eiga
jurtir og dýr eigi lítinn þátt í myndun þeirrar vatns-
gufu, sem er í loptinu, sumpart með ritgufun frá
hörundinu, sumpart af andardrættinum, og sum-