Iðunn - 01.01.1886, Side 160
154
Karl M. Meyer:
þeir gufa frá sjer hita þeim, er þeir hafa fengið um
daginu. Ef nú hið raka lopt snertir þessar kœldu
jurtir, steina o. s. frv., þá þjettist nokkuð af
vatnsgufu þeirri, er það hefir í sjer geymt, og verð-
ur að daggardropum, er setjast á hlutina, og má
sjá þá á morgnana um og eptir sólaruppkomu, með-
an þeir eru eigi orðnir að gufu eða jörðin hefir sogið
þá í sig.
Sá hluti af raka jarðarinnar, sem eigi hefir orðið
að dögg, dreifist í gufuhvolfinu, og nokkuð af hon-
um kemur þá upp í hið hairra og kaldara loptbelti,
kólnar og þjettist; það eru skýin, sem vjer sjáum
á himninum. Ef kuldinn verkar á saggaloptið
nálægt jörðunni og þjettir loptið þar, þá kemur
fram það, sem vjer köllum þoku. |>egar sólin
dreifir þokunni, þá verður það með þeim hætti,
að hún liitar loptið, svo að vatnsgufa sii, er vjer
sjáum í þokulíki, verður aptur að ósýnilegu lopt-
kenndu efni. Sönnun fyrir því, að þoka og ský sjeu
hið sarna, fær maður þar sem fjalllent er, því þar
má opt sjá skýin eins og hylja eða hjúpa fjöllin.
En þegar maður kemur upp á fjallið, þá kemur
það fram, að það sem maður kallaði ský niðri í
hyggð, það kemur þar fyrir augu vor sem þoka.
þó að skilyrðið fyrir þokumynduninni sje það,
að loptið geti eigi haldið vatnsgufunni í ósýnilegu
ástandi, á því hitastigi sem það þá er, en af því leiðir
aptur, að nokkuð af henni þjettist, o: verur sýni-
legt augum vorum,—þá getur þokan þó einkanlega
myndast á tvennan hátt. þegar sá náttúruviðburð-
ur kemur fram í logni á sumarkvöldi, sem vjer köll-
um kerlingarvellu eða dalalæðu, þá er það eigi