Iðunn - 01.01.1886, Side 161
Um vatnið.
155
annað en það, að sjá má rjúka upp úr mýrum
og votengi; cr þá orsökin sú, að loptið eptir
sólsetur kólnar fljótt, og þjettir þá vatnsgufu,
sem gufar upp í það frá hinum vota jarðvegi. Af
þessum ástæðum er, svo sem áður er sagt, hægt
að sjá anda manns i kulda, eða að það rýkur upp
af hesti, sem hefir svitnaó, þegar hann stendur
kyrr. þegar líkami hitnar ákaflega, þá leiðir af
því ákafa uppgufan, sern auðveldlega getur orðið svo
mikil, einkanlega þá er kalt er, að loptið á því
hitastigi, sem það þá er á, eigi geti geymt í sjer
það gufumegn í ósýnilegu ástandi, sem því þáberst.
—Sú er önnur leið til þess, að þoka korni, að heitur
loptstraumur, er getur hundið í sjer mikinn raka,
án þess að vjer getum sjeð það, kólnar snögglega,
t. d. ef hann hittir á fjall, eða líður yfir froðna jörð.
Samt sem áðnr verðum vjer að hafa það hugfast,
að orsök ský- eða þokumyndunarinnar, hvort held-
ur hún hefir myndazt á hinn fyrr eður síðar talda
hátt, er sú, sem vjer höfum getið urn hjer á undan,
og það hvort heldur skýin eða þokan hefir magn-
azt hátt eða lágt í loptinu.
Hið almenna álit um vatnið í skýjunum er það,
að það sje þar eins og sináblöðrur, sem sjeu svo
ljettar, að þær að eins geti sigið með hægð niður á
við, og að þær bérist optast nær upp á við með
loptstraumum, sem fara í þá stefnu. Opt sjer
maður ský síga niður á við, og getur það orsakazt
annaðhvort af því, að loptstraumar þessir liggja eigi
npp á við, eður skýið hefir kólnað enn þá meira,
og þess vegna þjetzt meira af vatnsgufu; himnurn-
ar á blöðrunum eru orðnar þykkri, og þær þar fyrir