Iðunn - 01.01.1886, Side 163
Um vatnið.
157
hlutarnir guíi upp aptur, áður en jörðin hefir náð
að sjúga þá í sig, og dreifast þeir þá, eins og
áður er um getið, þjettast aptur og verða að skýj-
um, uns þeir aptur koma til jarðarinnar sem regn
eða snjór, og taka þaunig þátt í hinni miklu hring-
rás vatnsins.
Aður en vjer förum að athuga, hvað verði af
þeim þriðjunginum, er sígur uiður í jörðina, verðum
vjer að atliuga stuttlega, hvernig hin ýmislegu jarð-
lög standast gegn vatninu. Með tilliti til þessa
greina menn sundur vatnsloiðslulög og vatnsstöðv-
unarlög. jpað eru kölluð vatnsleiðslulög, sem hleypa
vatninu fljótt og tálmunarlaust í gegn um sig, eins
og sandur og möl, en þar á móti vatnstálmunar-
lög, sem vegna samsetningai' sinnar eru föst fyrir
og veita vatninu mjög mikla mótspyruu, og eru þau
t. d. leir og krít. jpað liggur í augum uppi, að vatns-
tálmunarlögin eru rakari en vatnsleiðslulögin, því
hin síðarnefndu hleypa vatniuu í gegnum sig án
nokkurrar fyrirstöðu, en þar sem vatmð einu sinni
er komið iun í hin fyrnefndu, á það mjög erfitt
með að komast úr þeiin aptur. jpessi ýmislegu lög
eru nú í jörðinui líkt og blöð í bók, en vjer verð-
um þó að hugsa oss þau hlöð mjög hrukkótt og á-
kaflega misþykk. Vatn það, er rignir á jörðina,
heldur nú áfram að síga í gegn um vatnsleiðslulög-
in, þangað til það hittir á vatnstálmunarlag. Ef
nú hallar út af þessu lagi á einhverja hlið, þá
leitar vatnið undan hallanum þangað til það kemst
fram á yfirborð jarðarinnar þar sem vatnstálmun-
arlagið líka kemur fram á yfirborðið, t. d. undir
hrekku. A þvílíkum stað kemur það fram sem