Iðunn - 01.01.1886, Síða 164
158
Itarl M. Meyer:
vjer köllum uppsprettu. Af því sem nú hefir verið
sagt um legu vatnstálmunarlaganna, má sjá, að
vatnið sumpart nemur staðar í dældum vatnstálm-
unarlagauna og sumpart rennur út af þeim í allar
áttir eptir hallanum og kemur að endingu fram
sem uppspretta, annaðhvort undir heru lopti, eða
í botninum á vötnum og ám. Úr þessum vatnsæð-
um neðanjarðar fáum vjer. mestan part af neyzlu-
vatni voru, á þann liátt, að vjer gröfum brunna
niður að þeim, og það er einmitt vegna þessa upp-
runa brunnanna, að vjer í þurkasumrum sjáum'
vatnið minnka í þeim eigi alllítið.
jpað, sem rignir á mjög há fjöll, fer þó eigi alger-
lega optir þessari reglu, en þar á móti festist það
sem snjór á fjallatindunum, og þaðan kemst það
aptur á tvennau hátt niður í dalina. Nokkur hluti
af snjónum bráðnar þá, og fellur niður á láglendið í
fossum og giljum, og gufar þá sumpart upp á
leiðinni eða sígur niður á jörðina, og sumpart renn-
ur sem ár í sjóinn, og leggur þá sinn skorf til þeirr-
ar gufu, scm þaðan streymir fit í gufuhvolfið. Eu
margir fjallatindar eru svo háir, að snjórinn á þeim
þiðnar aldrei. jpað hefir áður vcrið sagt, að
vatnið gufi upp á hvaða hítastigi sem er, og
snjóriun gufar þá líka upp, og í rauninni cr það
eigi neitt smáræði af jöklunum, sem beinlínis guf-
ar upp í loptið, og þannig tekur þátt í hringrásinni.
Nokkuð af snjónum færist aptur á móti sem skrið-
jöklar niður frá tindunum, og verður það á þann
hátt, er nú skal greina.
Jökulbreiðan sjálf er samsett af snjó, sem lítur út
alveg eins og snjórinn, er vjer sjáum á víðavangi;