Iðunn - 01.01.1886, Page 166
160
líarl M. Meyer:
sjuga það til sín í gegn uru ræturnar, og síðan guí-
ar það upp frá blöðunum; og nokkur liluti þess
breytist þó í raun rjettri eigi fyr í loptefni en dýrin
hafa etið jurtirnar.
Samsetning rigningarvatns, vatns í ám og lækj-
um og vatnsins í sjónum.
Af því sem nú hefir verið sagt, liöfum vjer sjeð
hvernig allt vatn, sem rignir á jörðina, gufar upp
frá henni aptur á ýmsan hátt, og hvernig gufa sú
þjettist, og vatnið kemur aptur til jarðarinnar,
með öðrum orðum: vjer höfurn skoðað hringrás
vatnsins í náttúrunni. Vjer skulum nú íhuga or-
sakirnar til frábreytni þeirrar, sem er í samsetningu
rigningarvatnsins, vatns 1 ám og lækjum og vatus-
ins í sjónum.
Altært er það vatn kallað, er engin annarleg efni
eru saman við, þ. e. eigi geymir annarleg efni upp-
leyst í sjer. Af þeim eiginlegleika vatnsins, að það
uppleysir ýmisleg efni, sem áður héfir verið talaó
um, leiðir beinlínis, að vjer getum eigi fengið al-
tært vatn í náttúrunni. Altært vatn getum vjer
fengið með því einu móti, að nema úr hinu algenga
vatni öll föst efni, er það hefir í sjer fólgið. Bn
vjer náum þeim úr vatninu með því að sjóða það,
og gufar þá hið hreina vatn upp, en hin föstu efni
verða eptir á botninum á keri því, er vatuið er soð-
ið í. Gufan er þá altært vatn, og getum vjer þjett
hana að vatni með því að láta liana leggja inn í
safnker, sem er hreint og kalt.
I náttúrunni er rigningarvatnið það vatn, sem
kemst næst altæru vatni. Olireiuindin í því eru