Iðunn - 01.01.1886, Side 167
Um vatnið.
161
einkanlega dust og þvílíkt, seni ávallt er í loptinu;
þoss vegna verður rigningarvatnið því hreinna, sem
longur rignir á hinum sama stað, þar eð óhreinind-
in hafa farið úr loptina mestöll með fyrstu skúrinni.
Jafnskjótt sem regnvatnið sígur niður í jörðina,
uppleysir það þau efni, sem uppleysanleg eru í
vatni og verða á leið fyrir því. Af þeim efnum má
fyrst nefna kolasýruna, og er hún í mörgum sprung-
um og rifum, sem alstaðar eru í jörðinni. Iíola-
sýru-megnið í vatninu verður þýðingarmikið vegna
þess, að því meiri kolasýra, sem er í vatninu, því
fieiri efni getur það uppleyst. jpau efni, sem vatnið
dregur einkum í sig, eru kalk, magnesía, járn, sóda,
salt o. fi. 1 sumum uppsprettum er mikið af ein-
hverjum þessum efnum, og kallast það ölkelduvatn,
og er það opt liaft í lyfja stað.
Við vatni, sem mikið kalk er í, er mjög illa látið
til heimilisþarfa, þar eð eigi er hægt að sjóða
baunir í mauk í því, og af því að kalkið gengur í
ofnasamband við sápuna, svo að hún missir þá eig-
mlegleika, sem nauðsynlegir eru til þvotta, og verð-
ur þyí að eyða miklu meiri sápu í fat, sem þvegið
er úr vatni, sem kalk or í, holdur en þarf til að þvo
sama fatið úr vatni, sem er kalklaust. Vatn, sem
hefir í sjer kalk, er einnig mjög óhentugt til iðnað-
ar. Eins og áður er sagt, verða hin föstu efni eptir
á botni ílátsins, þegar vatnið er soðið, og þess vegna
kemur hið svo nefnda ketilhrúður í gufukatla.
það er einkanlega kalksambönd og mjög skað-
legt.
Ef vatnið kemst að dýraleifum, er rotna í jörð-
Iðunn. XV. 11