Iðunn - 01.01.1886, Page 168
162
I
Karl M. Meyor:
inni, t. d. líkum, þá dregur það í sig nokkuð af
efnum þeim, er myndazt hafa við rotuunina, og get-
ur þá orðið óheilnæmt. |>ess vegna er það mjög
skaðlegt, að taka neyzluvatn úr brunnum eða upp-
sprettum, er það vatn rennur að, er áður hefir
runnið í gegnum kirkjugarð, eða komið nálægt fjár-
húsum og mykjuhaugum1.
í vatninu í ám og lækjum eru sumpart nokkur
uppleyst efni og sumpart jarðkenudar agnir, er það
hefir rifið með sjer úr farveginum ; þau flytja því
ýms óhreinindi með sjer í stöðuvötnin, en úr þeim
berast þau aptur til sjávar með afrennslinu. ]?eg-
ar nú það vatn, sem gufar upp úr sjónum, eraltært,
og ávallt ýms annarleg efni berast í það, þá sýnist
líklegt, að hafið með tímanum yrði mjög auðugt af
uppleystum efnum. Bn þessu er eigi þannig varið;
því að dýr þau og jurtir, sem lifa í sjónum, liagnýta
sjer mikið af efnum þessum. Hið salta og ramma
bragð sjávarins keinur sumpart af almennu salti,
matarsalti, og sumpart af ensku salti, er svo er
nefnt. Orsökin til mismunarins á sjávarvatni og
stöðuvatni, sem er ósalt, er sú, að hvorttveggja
liefir aðrennsli, en hafið missir að eins hið altæra
1) Hættuna af slæmu neyzluvatni má varast mcð |>ví,
að sjóða vatnið áður en það cr drukkið, og þegar sótt-
næm veiki gcisar í nágrenninu, eða þó að eins sje hætt
við að hún nálgist, þá ættu menn að varast að drekka
vatn, sem eigi hcfir verið soðið. Vatn, sem heíir
soðið, verður samt bragðvont, cn við þvi er liægt að sj
að mestu leyti með l>ví, að fylla fiösku upp undir axlir,
og hrista síðan vei; þvi þá tekur vatnið í sig lopt og
vcrður hragð betra.