Iðunn - 01.01.1886, Side 169
Um valnið.
163
vatn sitt við uppgufan frá yfirborðinu, en stöðu-
vötnin liafa þar að auki afrónnsli. það má því
skoða stöðuvötnin scm afarstóra hyli í ánum. það
eru einnig til stöðuvötn, hin svonefndu saltvötn,
sem að eins hafa aðrennsli, en ekkert afrennsli, og
vatnið í þeim er þá að rnestu leyti samsett af
sömu efnum og sjórinn.
Verksvið vatnsins í náttúrunni.
Vjer höfum hjer á undan talað um liina mikil-
verðustu eiginlogleika vatnsins, og skulurn vjer nú
skoða, hvaða verksvið vatnið hefir í náttúruuni,
vegna þessara eiginlegleika þess.
Vjer skulum þá fyrst líta á vatnið í hinui föstu
mynd sinni, ísinn. 1 þeirri mynd lætur vatnið
einkanlega til sín taka að því leyti, að það færir
úr stað ýmislegt i yfirborði jarðarinnar, jafnvel heil
fjöll, hvað þá heldur annað smærra. þetta vorður
moð tvennu móti: með því, að vatnið, eins og áður
er sagt, þenst út, er það frýs, og í anuan stað með
skriðjöklunum.
011 fjöll og steinar eru hrukkóttir á yfirborðinu
og með smáum sprungum, svo smáum, að þær eru
opt ósýnilegar berum augum, en eru þó nógu víðar
til þess, að vatn komist inn í þær. þegar vatnið
frýs í sprungum þessum, þenst það út, rifurnar
víkka, og þá kvarnast úr steinunum. það verður
því mjög skiljaulegt, að heil fjöll goti þannig orðið
að smámöl og sandi, er vatnið nær að verka á þau
um laugan tíma, og berst þá sandurinn víðsvegar
rneð ám og lækjum og öðru vatnsrennsli.
11*