Iðunn - 01.01.1886, Side 170
164
Karl M. Meyer:
Isinn verkar einnig öðru vísi, eins og áður er sagt,
og þurfum vjer þá að virða fyrir oss skriðjöklana.
Ahrif þeirra eru enn auðskildari en áhrif útþensl-
unnar, og liggja mjög í augum uppi. Jökullinn
rífur með sjer hamra og steina, sem verða fyrir
honum, er hann hleypur fram; síðan flytur jökull-
inn með sjer mold og smásteina ofan á láglendið, og
eru þeir sumpart ofan á jöklinum og sumpart undir.
Sú möl og grjót, sem er ofan á jöklinum, lirynur
síðan í gegn um sprungur og glufur, og berst áfram
með jökulstraumnum. Afleiðingin af því, að stein-
arnir, sem berast með jöklinum, núast við klettana,
sem undir eru, lýsir sjer með tvennu móti: bæði á
þann hátt, að í klettunum koma fram hrukkur og
rákir, sem liggja í sömu átt og jökullinn hcfir runn-
ið, og öll liorn og randir fara af þeim, og verða þeir
því nokkuð líkir steinum þeim, er vjer finnum í
fjöru og sem þar hafa til orðið á þann hátt, að öld-
urnar hafa velt þeim til í fjörunni, og nuddað þeim
hvorum við annan. þessir steinar eru nefndir
brimharið grjót (hnullungar). Stóru steinarnir
verða kyrrir þar, sem jökullinn bráðnar, en sandur
og aur berst áfram í ánum. jpar sem mikið er af
slíku grjóti, er jökull hefir borið með sjer, er þaö
nefnt jökulurð (moræne).
I Danmörku er mikið af hnullungum þeim, er áð-
ur var á vikið (rullesten), og liggur sú spurning
beint við, hvernig þeir hafi þangað komizt. þess-
ari spurningu hafa menn svarað þannig, að hið efsta
jarðlag Danmerkur eigi væri annað en urð undan
afarstórum skriðjökli, er í fyrndinni hafi runnið nið-
ur eptir Noregi og Svíþjóð. jpessu til sönnuuar hafa