Iðunn - 01.01.1886, Page 172
166 Karl M. Meyer :
þær geti flutt leðjuna raeð sjer langt á haf út, þá
er það þó tfðast, að hreyfingin er svo lítil í ár-
mynninu, að leðjan sezt á botninn og myndar rif,
sem lokar fyrir ármynnið. Ain verður því að skipta
sjer í fleiri og fleiri smákvíslar; leðjan berst lengra
og lengra út í sjóinn, og til hliðanna, og kemur
fram hólmi í ánni. þessir hólmar eru þá afleið-
ingar af hinu skapandi afli vatnsins, og eru ákaflega
frjóvsamar. Sem dæmi þess, hversu mikil brögð geta
orðið að slíku, má nefna hina ítölsku borg Adría.
þessi borg, sem í fornöld lá við Adríahaf, er hefir
dregið nafn sitt af henni, var fyrir 700 árum síðan
að eins 1 mflu frá sjó, en er nú 4 mflur frá sjó, vegna
þess, að ýms fljót, sem renna til sjávar þar í grennd-
inni, hafa myndað árhólma, á þann hátt, sem áður
er frá skýrt.
Einkanlega ber á eyðandi afli hafsins í brimi.
Afl brimrótsins í ofviðri, er það skellur á land,
mun flestum kunnugt, og það liggur í augum uppi,
að slík brimalda hlýtur að geta rifið með sjer eigi
alllitla hluta einkanlega af þeim jarðtegundum,
sem eru lausar í sjer, þar sem hún skellur á. I
Danmörku er Stevns-Klint glöggt dæmi þess.
Stevns-Iílint er neðst saman settur af krítarlögum,
sem eru laus í sjer, en þar fyrir ofan koma hörð
lög úr kalksteini. þegar hafið smátt og smátt
etur úr neðri lögunum, þá falla hin efri niður, er
þau vantar undirstöðurnar, og þannig sökkur landið
smámsaman í sjó niður. A líkan hátt eyðir hafið
einnig vesturströndunum á norðurhluta Jótlands,
og nálega öllum ströndum. En, eins og áður er
sagt, flytja árnar með sjer lcðju nokkuð langt frá