Iðunn - 01.01.1886, Side 173
Um vatnið.
167
ströndinni, og hafaldan ber einnig með sjer það,
sem hún hefir brotið af landi, út í hafið, og
verður þá rnikið af leðju í hafinu. þessi leðja sezt
á botninn, þar sem hafið er í kyrð. Svo er hátt-
að t. d. á vesturströndum Sljesvíkur; þar hafa
komið upp flæðilönd, sem svo eru kölluð. þar eru
eyjaraðir fram með ströndunum, svo að sjórinn
getur komizt í kyrð fyrir innan þær, og þar sezt
leðjan á botninn. Menn hafa fundið, að sjórinn
þarf hundrað ár til að hlaða upp flæðiland, sem er
alin á þykkt. A líkan liátt myndast einuig hellu-
lög þau, er vjer hittum fyrir víða í jörðunni, og hafa
þau skapazt þar á mörgum þúsundum ára, og kom-
izt á þurt, þegar jörðin hefir smámsaman hafizt
upp. þ>essi lög hafa feugið hörku sína við þrýsting
þeirra jarðlaga, er ofan á þau hafa lagzt, og kom-
izt þannig í það lag, er þau nú eru í.
Hvernig hafið á annan hátt tekur þátt í jarð-
myndunum, er hægast að skýra frá í sambandi við
þýðingu þess fyrir dýralífið. það er kunnugra eu
frá þurfi að segja, að ekkert dýr getur lifað án lopts,
°g ef vatnið hefði ekki þann eiginlegleika, að geta
sogað í sig loptið, þá gæti engin skepna í því lifað.
En því er nú þannig varið, að í vatninu er nóg
lopt, o: súrefni, eigi að eins fyrir fiska og stærri
dýr, heldur einnig fyrir óteljandi miljónir af smá-
dýrum, sem eigi sjást með berum augum. Auk
loptsins taka þessi dýr til sín ýms efni úr vatninu,
og þá einkanlega kalkefni þau, sem í því eru. Iíalk
þetta gerir dýrin fær um að gera sjer kalkskýli,
°g er það að mestu leyti samsett af ltalki ogkola-
sýru ; þegar dýrin deyja, sökkva kalkskeljar þessar