Iðunn - 01.01.1886, Qupperneq 174
168
Karl M. Meyer:
til botns, og af því, hve feykilega margar þær
eru, mynda þær, þótt litlar sjeu, eptir því sem
tímar líða fram, stóreflis-lög á sjávarbotni. Úr
þessum skeljum er krítin og kalksteinninn til orð-
inn, og hafa þau því fyr á öldum verið í kaíi, en
síðan komizt á þær stöðvar, er nú eru þau á, við
umbrot á yfirborði jarðarinnar. En að skeljarnar
hrúgist þannig sarnan á mararbotni, er hægt að gauga
úr skugga um.
Hin mikla þýðing, er vatnið hefir fyrir dýr þau
og jurtir, er á landi lifa, er alkunn. Hve nauð-
synlogt það sje fyrir jurtirnar, má marka af því
einu, svo eigi nefnum vjer fieira, að þær sjúga í sig
flest næringarefni sín uppleyst í vatninu (að eins
fáein í loptkenndu ásigkomulagi), og það eru ein-
mitt að miklu leyti þau efni, sem vatnið getur upp-
leyst úr jarðveginum, sem jurtirnar lifa á. Af
vatni því, er jurtirnar þannig sjúga í sig, gufar,
eins og áður er sagt, nokkur hluti út gegnum blöð-
in, en úr uokkrum liluta þess, í sambandi við önn-
ur efni, myndast þau efni, er jurtirnar er samsett-
ar úr. Með því nú jurtirnar eru alveg nauðsynlegar
fyrir dýralífið,—að því er snertir kjötætur, er það
á þann hátt, að þær nærast á jurtaætum,—þá leiðir
þar af beinlínis, að dýrin geta eigi án vatnsins
verið. En dýrin verða einnig að neyta vatns bein-
línis. Að öllu samanlögðu telst svo til, að fullorðinn
maður í sæmilegum holdum þurfi sjer til viðurværis
því nær 7 pd á dag af næringarefnum, og afþeim sjeu
að minnsta kosti 6 pd vatn. Af nákvæmum rann-
sóknum, er gerðar hafa verið á síðustu tímum, er
það og sannað, að því nær 70 pd af hverjum 100