Iðunn - 01.01.1886, Page 177
171
Um Suðurliafscyjar.
jurtalíf mjög fjölskrúðugt. í Polynesíu eru hvergi
gjósandi eldfjöll, nema á Samóaeyjum og Tonga; á
Sandwicheyjum eru einhver hin stórkostlegustu eld-
fjöll í heimi, og á Marían-eyjum eru og eldfjöll.
Smœrri og lægri eyjarnar eru því nær eingöngu
kóralla- eða marmennilssmíði. þessi smádýr fkórall-
arnir) vaxa hvert ofan á öðru, safna saman kalki
úr sjónum og gera úr því skeljar sínar; þegar eitt
deyr, fæðist annað og býr ofan á hinu; viðkoman
er fjarskamikil, og svo myndast smátt og smátt
þykk lög og kalkrif. Kóralladýrin geta að eins lifað
á 20—30 faðma dýpi, en þó eru kórallarifin snar-
brött að utan og mörg hundruð fet á hæð. þetta
kemur að ætlan margra af því, að sjávarbotninn,
þar sem kórallarnir lifa, er allt af að síga. Við
strendurnar á ey eða landi setjast kóralladýrin og
sniíða smátt og smátt rif fram raeð ströndinni, þar
sem grunnut er, og er þá i fyrstu að eins lítil sjó-
ræma milli lands og rifs; síðan sígur landið nokkuð
og þá breikkar sjóræman töluvert; landið verður
lægra, en rifið helzt á sömu hæð, því þegar botn-
inn sígur jafnt og þjett, þá byggja kóralladýrin allt
af upp á við, því að eins þau dýr geta lifað, sem
eru á vissu dýpi. Loks er laudið sígið svo, að það
er horfið; rifið er þá eins og baugur upp úr sjónum
og lón í miðjunni. þannig er fjöldi af Suðurhafs-
eyjum ekkert annað en mjór kórallahringur, sem
nær fá fet upp úr sjó (Atolls). Kórallarifið er ör-
mjó ræma, og sífelldur brimgarður allt í kring;
opt skellur sjórinn yfir rifið, einkum framan af og
kastar kórallaklettunum inn í lónið ; brátt breikkar
rifið og liækkar; úr kalkleðjunni myndast jarðvog-