Iðunn - 01.01.1886, Page 178
172
Jorvaldur Thoroddsen:
ur, og frœ, sem straumar bera að landi, einkum þó
kókoshnetur, festa rætur, svo rifið er brátt orðið
eins og grænn baugur á hafinu. f>ó er jurta- og
dýralíf á þessum eyjum optast mjög fáskrúðugt.
Innan í lóninu er sjórinn eins og stöðuvatn, og
þar er opt fjarskinn allur af marglitum sjódýrum
á botninum, og sjást þau einstaklega vel gegnum
krystaltæran sjóinn, er fiskarnir þjóta glampandi
milli kórallagreinanna, eins og fuglar í skógarlimi.
Sumir gamlir kórallabaugar hafa síðan hafizt og
eru nú allt að 300 feta á hæð, brattir að utan ,
flatir að ofan, en þó vanalega með lægð í kollinum,
þar sem lónið hefir áður verið. A eyjum þessum
eru engar ár og ekkert annað vatn, en það, sem
kemur við hverja regnskúr. Hinar eldbrunnu eyj-
ar cru miklu stærri; þar eru há fjöll og dalir,
ár og lækir, og jurtagróður og dýralíf miklu full-
komnara.
Loptslag er á Suðurhafseyjum einkar-gott og við-
feldið; þótt þær liggi flestar svo nærri miðjarðarlínu,
þá verður hitinn mjög sjaldan þungbær; sjórinn
dregur alstaðar úr og jafnar, svo þar er allt af
sterkur vorhiti árið um kring. þegar sólin gengur
til viðar, kemur svalur blær frá sjónum, og alla
nóttina geta menn víðast livar setið úti snögg-
klæddir án þess að finna til kulda og án þess líka
að verða of hoitt. I Honolulu á Sandwicheyjum
er meðalhiti ársins 24°C, hæstur hiti er í ágúst
26°C, í janúar lægstur 22°C. Á lágu kóralla-
eyjunum er loptslag í þurrara lagi, en á háu eyj-
unum koma alstaðar nægilegar regnskúrir; þó er
rakinn mestur á vestur-eyjunum, einkum hinum