Iðunn - 01.01.1886, Page 183
Um Suöurliaí'soyjar.
177
og segja nokkuð frá þjóðurn þeim (Papúum og Pol-
ynesium), er byggja þessi lönd.
Papíiar (Melanesíar) eiga heima á hinuin nálægari
eyjum,og ýmsir þjóðflokkar af sarna kyni búa víða
á Indlandseyjum uppi í landinu. þjóðstofn þessi
er hreinn og óblandaður á Nýju-Guineu, einkum
austan til, en á hinum eyjunum hafa aðrir þjóð-
fiokkar (Malajar og Polynesíar) blandazt nokkuð
saman við, og þó líkamsskapnaðurinn haíi haldizt ó-
breyttur, þá hafa siðir og hættir þeirra tekið ýms-
um breytingum. Papúar hafa mikið hár, hrokkið
og lubbalegt; vex það í lögðum og er ber skalliun
á milli lagðanna, eins og á Hottentottum í Suður-
Afriku; þó er hárið meira á Papúum; þeir hafa opt
mikið skegg og líkaminn er allur mjög hærður.
í>eir eru svartir á hörundslit, en þó slær stundum á
þá móleitum blæ eða rauðleitum. Höfuðið er mjótt,
hátt og íieygmyndað, nefið bogið, varirnar þykkar
°g standa fram.
Papúar eru kvikir og fjörugir, hátalaðir og sí-
blaðrandi. Flestir ganga þeir fáklæddir, og hafa
karlar og konur að eins mjóa mittisskýlu; stuudum
hinda þeir um sig mjóum þveng og hengja laufblað
framau á, en á Nýja-Bretlandi ganga kárlar og kon-
ur allsberar. A liörund sitt gera þeir alls konar
laufaskurði og myndir og bera liringi í eyrunum og
^efinu. þeir eru glaðlegir, dansa opt og nota ýms
hljóðfæri, einkum þó trumbur og flautur. Fjölkvæni
ffðkast hjá þeim flestum. Fidschibúar kunna að
8era sjer klæði úr viðarberki, iita þau á ýmsan hátt
og prýða meö laufaskurði. Töluverð fegurðartilfinn-
löunn. iv. 12