Iðunn - 01.01.1886, Page 185
Um Suðurhafseyjar. 179
Byjaskeggjar á Pidschi-eyjum eru lengst komnir
af öllum Papúum, enda hafa þoir lært margt og
mikið af Polynesíum og samið sig mjög að siðum
þeirra. A Fidschi er stjettaskipting og höfðingjar
mjög valdamiklir; þar eru »tahú»-lögin, sem síðar
mun frá verða sagt, og alltítt er þar, að menn
verði ölvaðir af Ivawa-drykk. Höfðingjar á Fidschi-
eyjum hafa ávallt átt í illdeilum hver við annan
síðan fyrst fara sögur af; nú er þetta þó farið að
lagast, síðan Englendingar hafa slegið eign sinni á
eyjarnar. Fidschi-búar eru í viðskiptum mjög
slægir og svikulir, og rjúfa þrávallt orð og eiða.
Stafróf eða ritlist þekktu þeir auðvitað ekki, en í
stað þess sendu menn liver öðrum spýtur og net
ýmislega riðin, og gátu þeir af því ráðið ýmislegt,
eins og skrifað liefði verið. A Palau-eyjum og á
Nýju-Guineu nota menn á sama hátt þræði, tágar
og jurtarætur, og hnýta á þær hnúta, sem hafa
ýmsa þýðingu. þess konar hnútaletur tíðkaðist og
fyrrum i Perú í Suður-Ameríku. A Fidsclii-eyjum
kunna menn margar sögur og æfintýri, og segja
hver öðrum, og þykir það góð skemmtun ; háseti af
skipi frá Európu, sem kunni málið, vann sjer inn
töluvert fje með því að segja sögur iir þúsund og
einni nótt. Fidshi-búar eru alllangt komnir í sum-
um iðnaði; þeir gera sjer stórt net til að verja sig
mýbiti og búa til snotur leirker úr bláum og rauð-
um leir. Bátasmiðir eru þeir ágætir; sum skip
þeirra eru mjög stór, jafnvel 118 fet á lengd og 24
fet á'breidd, siglutrjeð 60—70 feta hátt, og allir
eru bátarnir útskornir og prýddir á marga vegu.
12*