Iðunn - 01.01.1886, Page 186
180 Jiorvaldur Thoroddsen:
Ekki hafa þeir önnur smíðatól en steinaxir ; rósirn-
ar gera þoir með músartönnum og kóröllum, og
sverfa og fægja með sköturoði og vikurkolum.
þegar þeir fara langferðir, tengja þeir tvo báta
saman borð við borð og leggja trjepall yfir; á palli
þessum eru lyptingar fyrir höfðingjana. Skip þessi
eru opt svo stór, að þau geta rúmað 2—300 menn.
jpeir stýra eptir himintunglum og þekkja þau vel.
Margir höfðingjar á Fidschi-eyjum byggja sjer
rammgjörva kastala, bafa síki í kring um þá og
safna þangað að sjer matvælum til margra ára.
A fjarlægari eyjunum og Nýja-Sjálandi búa Po-
lynesíar. þ>eir eru náskyldir þeim mannflokki, er
býr á Indlandseyjum og kallaðir eru Malajar. Po-
lynesíar eru ljósari á hörundslit en Malajar, ljós-
mórauðir eða gulleitir og sumir nærri eins hvítir
og suðurþjóðir Európu; þeir eru vel vaxnir og
sterklegir, augun nokkuð skásett, hárið óhrokkið
og optast svart, þó stundum ljósara, og einstöku
menn eru þar jafnvel rauðhærðir; skegg hafa þeir
lítið eða ekkert og eru lítt liærðir annarstaðar um
líkamann. Höfuðlag þeirra er allt annað en á
Papú’um ; þeir hafa fremur breitt höfuð, en þó eigi
eins breitt og Malajar. A mörgum eyjum þykir
það fagurt, að hafa sem breiðastar höfuðkúpur, og
á Samóa-eyjum reyna mæðurnar að laga höfuð
barna sinna eins og þær geta hezt, meðan þau eru
kornung. þær vefja höfuðið í dúkum og binda svo
hraunhellur við, svo höfuðið breikki og íietjist með-
an beinin eru mjúk. þegar Samóahúar sjá ein-
hvern, sem hefir mjótt höfuð, hæðast þeir að hon-
um og segja : »Nei, nei! Sko ! Hvaða fjarskaleg-