Iðunn - 01.01.1886, Page 188
182
þorvaldur Thoroddaen:
önnur ný 1 stað þeírra. Yíða þótti mönnum vænt
um að haldá málinu sem hreinustu, og vönduðu
málið í ræðum sínuvn ; sumstaðar voru miklir ræöu-
menn, og á Tahiti voru skólar til þess að kenna
mál8nilld. Eigi voru mikil vísindi meðal eyjar-
skeggja, enda var varla við því að biíast; þó not-
uðu þeir tugakerfið, og gátu því talið og reiknað með
stórum tölum, og er það sjaldgæft rneðal villiþjóða;
vindum og áttum gáfu þeir sjerstök nöfn, og marg-
ar stjörnur þekktu þeir og notuðu þá kunnáttu við
siglingar. Sumstaðar var stjett sjerstakra vísinda-
manna, og voru þeir kallaðir »harepóar»; emhætti
þeirra gengu að erfðum; frá barnæsku voru þeim
kennd kvæði og langar þulur um goðafræði, upp-
runa heimsins og sögu og ferðir forfeðranna. þessi
kvæði höfðu þeir yfir á mannamótum, og urðu þeir
að kunna þau orðrjett; það þótti illsviti, ef þoim
fipaðist. Með þessu móti hjclzt ýmislegur fróð-
leikur og munnmæli með þjóðum þessum, og
gleymdist eigi heldur en þótt það hefði verið á bæk-
ur ritað, því hver fræðimaður var lifandi bók, og
munnmælin geymdust mann fram af manni, öld
eptir öld. Af þessu leiðir, að menn vita töluvért um
sögu margra þjóðflokka á eyjunum.
Atvinnuvegir voru þar í blóma, enda er það eðli-
legt, því svo hægt er þar að afla sjór nauðsynlegs
viðurværis, að varla þarf neitt fyrir að hafa. Kó-
kospálmi og brauðaldinati'je vaxa ræktunarlaust, og
við aðrar gagnjurtir og æta ávexti, er þeir nota,
þarf litla fyrirhyggju. Fiskiveiðar stunda þeir víða
með miklu kappi.
Loptslag er víðast svo gott, að menn geta opt-