Iðunn - 01.01.1886, Page 191
185
TJra Suðurhafseyjar.
önnur verkfæri en steinaxir, steinmeitla og skelja-
og kuðungabrot. Skipin voru dregin á land einu
Rinni á ári til aðgjörðar og höfð í naustum, er
þakið var yfir. Skipin voru opt fremur mjó; en
til þess eigi væri liætt við að þau kollsigldu sig,
voru stengur tvær út af hverju borði og milli þeirra
bjálki lir ljettum við; lagðist hann á sjóinn er
skipið hallaðist, svo því gat ekki hvolft. Segl höfðu
þeir þríhyrnd og stuttar árar með breiðum blöðiun,
eins og spaða. Opt voru tvö skip tengd saman
og nokkurs konar þilfar á stólpum yfir um báða
bátana þvera. Sum þessi samtengdu skip voru á-
kaflega stór; á Tahiti voru hin stærstu 120 fet á
lengd; á þeim voru 140 ræðarar, einn formaður og
8 stýrimenn; á þilfarinu stóðu 30 herinenn, úr-
valalið. þcgar Gook kom til Tahiti, voru þar 1700
stórskip, og ef þau voru fullskipuð öll, þurfti á
þau 68 þúsundir manna. Sjóorustur voru tíðar,
mannmargar og opt mjög mannskæðar. Flestallir
Suðureyjabúar eru syndir eins og selir og þykir rnesta
yndi að vera bæði á sjó og í.
Siðir og hættir manna voru, eins og búast má
við, mjög einkennilegir og frábrugðnir því, er vjer
þekkjum. jpegar menn t. d. heilsuðust, var það víða
siður, að þeir njeru saman nefjunum. Klæði þurftu
þeir eigi mikil, þar sem loptslag er svo ágætt.
Flestir ganga því nær berir; karlmenn hafa þó víð-
ast mittisskýlu, og konur eru í stuttum pilsutn, en
höfðingjar og heldri menn bera sumstaðar kápur.
Kápur þessar eru opt skreyttar sjaldgæfum, marg-
litum fuglafjöðrum. Víðast bera menn ylmsæta
feiti eða olíu í hárið og jafnvel á allan líkamann.