Iðunn - 01.01.1886, Page 193
187
Lfm Suðurhafsoyjar.
menn komu fyrst til Tahiti, var mannát lagt þar
niður, en mannblót voru alltíð. þegar búið var að
drepa þann, sem fórnað var, stakk æðsti prestur út
annað augað og rjetti að konungi, en hann opnaði
munninn, eins og hann ætlaði að gleypa það, en
tók þó ekki við; þessi siður bendir auðsjáanlega á,
að mannát hafi þar áður tíðkazt. Hvergi var þessi
hryllilegi ósiður jafntíður og á Nýja-Sjálandi. það
er eigi gott að vita, hvers vegna menn hafa tckið
upp á slíkri óhæfu; víða stendur ósiður þessi í
sambandi við trúarbrögðin, og, ef til vill, hefir hann
sprottið af afskaplegri grimmd og hefndargirni við
óvini sína, því villimenu hjeldu, að þeir gætu eytt
óvinum sínum algjörlega með því að eta þá, og tortýnt
bæði sál og líkama; þeir hjcldu og, að þeir með þessu
fengju hreysti og hugrekki þeirra, sem etnir voru.
ð Nýja-Sjálandi hefir það og að líkindum valdið
noklcru hjer um, að lítið var um veiðidýr og alidýr
engin, svo að varla var hægt að fá kjöt með öðru
móti. A Nýja-Sjálandi fóru menn herferðir beiu-
línis til þess að fá eitthvað í soðið, og söltuðu það
niður, sem þeir ekki gátu torgað í svipinn. Jafnvel á
þessari öld hafa Maóríar (svo eru landsbúar á Nýja-
Sjálandi kallaðir) haldið viðbjóðslegustu manna-
kjötsveizlur; 1822 át Maóría-her 300 manns, og 1836
út annar her 60 fallna óvini á tveim dögum. Nú eru
Maóríar hættir mannáti.
T?að er alsiða með fiestum villiþjóðum, að penta
°8 nsta alls konar myndir á hörund sitt, til að
þrýða það; slíkc er með útlendu orði kallað að
»tattóvera» sig. jpað tekur opt geysilangan tfma,
að rista þessar myndir á hörundið og bera liti í