Iðunn - 01.01.1886, Page 194
188
J>orval<lur Thoroddson :
skurðina, og er það, eins og nærri má geta, mikill
sársauki, að rispa og klóra allan líkamann á þenn-
air hátt, en það mundi þykja ósómi að tolla eigi
í tízkunni livað þetta snertir, og væri það álitið
lítilmannlegt, að láta sjer bregða hið minnsta við
sviða og sársauka. Kvennfólk á Suðurhafseyjum
prýðir hörund sitt með því að rista á það alls kon-
ar blómkeríi, og á Markesaseyjum »tattóvera»
karlmenn allan líkamann svo, að þeir sýnast á-
lengdar vera í fötum, þó allsberir sjeu. Maróríar
á Nýja-Sjálandi gera að eins rósir í andlit sjer;
þó hefir þar enginn leyfi til að bera slfk sæmdar-
merki, nema hinir æðstu liöfðingjar; menn af lægri
stjettum geta að eins orðið þess aðnjótandi, ef þeir
sýna sjerstaka hreysti og dugnað. þessar rósir
f andliti Maóría voru ýmislega lagaðar og höfðu
ýmsa þýðingu; sá, sem vel þekkti til, gat lesið í
andliti manna ætt þeirra, tign og hreystiverk.
það er einn siður á Suðurhafseyjum, að menn
hafa svo mikla helgi á ýmsum hlutum, að enginn
má snerta þá, nema vissir menn; er þá sagt, að
hluturinn sje »tabú». Stundum er helgi þessi á
ýmsum stöðum, og má þá enginn stíga þar fæti;
stundum er sá og sá matur »tabú» fyrir suma;
stundum var helgi þessi höfð á ávaxtatrjám um
vissan árstíma; stundum voru menn »tabv\», og
mátti þá enginn snerta þá. Hofin voru »tabú»
fyrir kvennfólk; þó mátti það koma þangað, ef
sjerstaklega stóð á; en þá voru breiddar ábreiður
á gólfið, og voru ábreiðurnar síðan brenndar. Ta-
bú-siðurinn er nokkurs konar bann, sem prestar
og höfðingjar gátu lagt á allt, sem þeim þóknaðist.