Iðunn - 01.01.1886, Page 196
190
Jjorvaldur Tliorvddscn T
unum og alþýða manna triTði því, að höfðingjarnir
liefðu vald sitt frá guðunum. Maóri-höfðingi einn
sagði við kristniboða: ».Teg á okki ætt mína að
rokja til jarðarinnar; jeg er ættaður frá himnum,
þar eru forfeður mínir, þeir eru guðir og til þeirra
fer jeg aptur». Aðallinn var víða mjög valdamikill
og hafði því nær allt ráð alþýðunnar í hendi sinni;
sumstaðar voru og þrælar, t. d. á Tonga. Sumir
lendir menn á Tonga voru svo voldugir, að jafnvel
sjálfur konungurinn varð að sýna þeim virðingar-
merki; þetta var byggt á því, að þeir þóttust goð-
bornir, en konungar þóttu ættsmáir í samanburði
við þá, en höfðu fengið ríkið að erfðum og f bar-
dögum. Stjettaskiptingunni var mjög stranglega
haldið, og örðugt var að hefja sig til hærri stjettar,
en opt hægt að stíga niður á við; á Nýja-Sjálandi
voru aðalsmenn stundurn gerðir að þrælum, og áttu
þá aldrei uppreistar von.
Konur voru í litlurn metum, og fjölkvæni var al-
mennt; þær voru álitnar miklu óæðri en karlmenn
og urðu að vinna að öllu því, sem erfiðast var;
konan mátti eigi snerta margt af því, sem maður-
inn átti, og henni var bannað að smakka þann
mat, sem beztur var; hún mátti ekki ganga í hof
nje á mannfundi. A Tahiti og nokkrum öðrum
eyjum voru þó kjör kvenna nokkuð betri, en á
flestum éyjum var farið með konur eins og þræla;
þær urðu að hlýða manni sínum og sonum sínum
orðalaust. A sumum eyjum var fyrrurn skrítinn
siður : húsbóndinn missti öll völd, þegar hann eign-
aöist son; sonurinn var þegar tekinn í húsbónda
stað, og faðirinn varð nú ekki nema leiguliði liaus,