Iðunn - 01.01.1886, Síða 198
192 jporvaldur Thoroddsen :
forfeðrauna, goðafræði og uppruna heimsins; voru
þeir kallaðir »harepóar», og er þeirra áður getið. I
fjelögum þessum var undarlegt sambland af trúar-
brögðum, alvarlegum liugsunarhætti og óhemjulegri
gleði og þar af leiðandi spillingu. Trúarsetningar
þessara fjelaga voru lítt kunnar öðrum en þeim,
sem æðstir voru ; aðalstefna fjelaganna var að sýna
opinberun sköpunaraflsins í náttúrunni; sólguðinn
Oró tignuðu þeir mest.
Trúarbrögð Polynesía voru undarlegt sambland
af háleitum hugsunum og megnustu hjátrú og vit-
leysu. Trú alþýðunnar var að mörgu leyti á ófull-
komnara stigi en trú æðri stjettanna, því þar hafði
nokkurs konar menntun gengið í erfðir; en þorri
manna sá að eins yfirborðið, eins og opt vill verða.
Æðsti guðdómurinn var víðast kallaður Taaróa eða
Tangaróa; alþýða manna vissi eigi meira, en að
hann væri æðstur guðanna, en prestastjettin hafði
þó háleitari hugmyndir. Upphaf á kvæði, sem
harepó-arnir kunnu, sýnir þetta bezt; þar segir
svo: »Taaróa hjet hann, hanu bjó í liinu tóma
rúmi, þá var engin jörð, enginn liiminn, engir menn.
Taaróa kallaði, enginn svaraði og hann, hinn eiui,
breyttist og varð að heimiuum. Taaróa er mátt-
arstoðin, klettarnir eru Taaróa og sandurinn er
Taaróa. þetta nafn hefir hann sjálfur gefið sjer.
Taaróa er Ijósið, uppruninn, grundvöllurinn. Hann
er óbreytilegur, almáttugur; hann, sem skapaði
hina lieilögu, víðu veröld, sem að eins er skurn um
sjálfan hann». þannig ímynduðu þeir sjer hina
fyrstu sköpun; en frá framhaldi sköpunarinnar
segir svo; «Taaróa sagði: komið hingað, þið mátt-