Iðunn - 01.01.1886, Síða 200
194 forvaldur Thoroddsen:
höfðingjum guðlega- tilbeiðslu í lifanda lífi. Lægri
guðirnir búa á jörðunni, í sjó og vötnum, í skóg-
um, á fjöllum og í trjám. jpessir guðir voru nokk-
urs konar verndarguðir. Sjómenn á Tahiti áttu 12
verndarguði, sem þeir hjetu á til sæfara, eins og
Helgi magri, sem »trúði á Krist, en hjet þó á jpór
til sæfara og harðræða og alls þess, er honum þótti
mestu varða». Bændur áttu 13 verndargoð fyrir
búskapinn, söngvarar 4, fiskimenn 5, læknar 4, o.
s. frv. Auk þess voru á Tahiti á hverju heimili
ótal húsguðir (orómatúa) ; það voru sálir dáinna
ættingja, er meun tilbáðu. Til voru auk þess ótal
smáguðir, andar, sem áttu að sjá um samræmi
milli allra hluta í náttúrunni; þeir voru barnabörn
Taaróa og tunglsins. Líkneski þessara guða voru
látin standa fyrir utan hofin, til þess að greina
helga jörð frá óhelgri, og við sjóinn, til verndar
fyrir stórflóðum og brimi. Goðalíkneski geysistór
hafa menn fundið á Páskaey (Bapanui), sum alB
að því 36 fet á hæð, og leifar af ýmsum stórhýs-
um. jpað er einkennilegt við trúarbrögðin á Suð-
urhafseyjum, að hvergi hafa þar fundizt hugmyndir
um, að góð og ill goðtnögn ættu í ófriði saman, og
er sú hugmynd þó í flestum trúarbrögðum annara
þjóða. Við allar framkvæmdir í daglegu lífi, eða
þegar eitthvað bar við, báðu menn til guðanna og
færðu þeim fórnir.
Hofin voru einföld og óbrotin, vanalega í fer-
hyrning, og trje gróðursett umhverfis, og kyrð og
ró varð þar allt af að vera. Blótstallar voru úr trje,
með 4 útskornum súlum ; á þeim var fórnað bæði
dýrum og dauðum hlutum, sem prestarnir síðan hirtu.