Iðunn - 01.01.1886, Page 201
195
Um Suðurlial'seyjar.
Mannblót voru mjög tíð og það jafnvel á Tahiti,
og þar voru menn þó eigi eins grimmir og víða
annarstaðar. þegar einhverri mtbúaþjóð var sagt
stríð á hendur, lokaði œðsti presturinn sig inni í
hofinu, og var þar heila nótt; næsta morgun ákvað
hann, hverjum blóta skyldi, og vanalega var þá
7 mönnum fórnað. Herteknum mönnum var opt
blótað til árs og friðar, og 4 menn voru af lífi
teknir, þegar friður var saminn. Mannblót voru
og höfð, þegar nýr höfðingi kom til valda, og þegar
aðrir merkisatburðir gerðust. A öðrurn eyjum voru
mannblótin enn tíðari; á Marquesaseyjum voru
þau svo algeng, að jafnvol 1843 var manni blótað
við það tækifæri, að göt fyrir eyrnahringi voru gerð
í fyrsta sinni á eyrnasneplana í höfðingjadóttur
einni.
Við hvert hof var einn æðsti prestur og margir ó-
œðri prestar. Æðstu prestarnir höfðu mikil völd; líf
og dauði hvers manns var á þeirra valdi, ogmenn
hjeldu, að þeir gætu gert kraptaverk. þeir liöfðu
mikið að starfa, og í hernaði voru þeir skyldir að
herjast með höfðingjunum; þeir voru æðstu ráð-
gjafar og dómarar í öllum inálum, smáum og stór-
um. þegar hátíðir voru haldnar, aðstoðuðu Areoi-
fjelögin prestana. J>á voru viðhafðir ýmsir lielgi-
siðir, söngvar, danzar og leikir. Polynesíar trúðu
á annað líf og ímynduðu sjer, að til væri sælustað-
ur, þar sem menn eptir dauðann mundu njóta alls
þess yndis, sem þeir frekast gátu hugsað sjor; en
1 þeunan sælustað gat enginn komizt nema liöfð-
lngjar og prestar; en öll alþýða átti eptir dauðann
13*