Iðunn - 01.01.1886, Síða 203
Um Suðurliafseyjar.
197
hann með sjer mann þaðan, sem hjet Túpaja,
lærðan vel, og hatði hann á skipi sinu alla ferð-
ina; fór hann um Kyrra-hafið þvert og endilangt,
suður fyrir Nýja-Sjáland og svo til Batavíu á Java.
þó nú Túpaja væri kominn 2000 mílur frá ættlandi
sínu, þá gat hann allt af sagt, í hvaða átt Tahiti
væri, og sýnir það, hve hægt hann átti með að
átta sig hvar sem liann var. Túpaja var mikils
metinn lærdómsmaður á Tahiti, og hafði verið ráð-
gjafi drottningarinnar; hann gerði fyrir Cook upp-
drátt af eyjumþeim í Kyrra-hafi, er hann vissi af,
og markaði þar á miklu fleiri eyjar en Európu-
menn þelcktu ú þeim tímum; eyjar og lönd hafði
hann sett á rjetta staði, og þekkti alla eyjabálka
milli Eidschi og Marquesaseyja ; kunnugleiki hans
náði þá yfir 40 lengdarstig, og svo var Túpaja viss,
að menn hafa nú fundið á seinni tímum, að hann
hefir í mjög mörgu haft rjettara fyrir sjer en Cook,
8em þó þekkti Kyrrahaf betur en nokkur Európu-
maður annar, þeirra er þá voru uppi.
Skipaferðir milli fjarlægra eyja voru alltíðar.
Arið 1788 kom bátafloti frá Karólín-eyjunum í verzl-
Unarferð til Guaham, og hafði farið hjer um bil
mílur frá heimili sínu; sögðu þeir, að áður
hefði samgöngur og verzlun verið milli þessara eyja,
en það hafði hætt, er Spiínverjar herjuðu fyrst á
hlaríaneyjum. Spánverjar fundu eyjar þessar 1521
settust þar að 1565; skipaferðirnar höfðu þann-
Jg legið niðri í meir en tvær aldir, og þó gátu þeir
s'glt beina leið, og það á fremur smáum bátum, og
mudið litla ey, að eins 4—5 mílur að þvermáli;
^lsögn um leiðina höfðu þeir haft af fornum kvæð-