Iðunn - 01.01.1886, Page 204
198
J>ervaldur Thoroddsen :
um. jpetta litla atvik sýnir, hve djarfir þeir eru
til sjóferða, og hve áreiðanlegar sagnir þeirra og
kvæði eru. Margopt ber það við, að eyjabúar
hrokjast í illviðrum langar leiðir frá átthögum sín-
um. þegar Cook L777 kom til Watíu, sem er ein
af Cooks-eyjum, liitti hann þar 3 menn frá Tahiti,
sem höfðu hrakizt þangað 150 mílur til suðvesturs,
og voru þeir þá búnir að vera á Watíu í 12 ár.
Beechy hitti á ferð sinni (1825—28) yzt á Lágeyj-
um dálítinn hóp af Tahiti-búum, sem hrakizt höfðu
þaðan með konum og börnum, og loksins lent hjer
eptir meira en 140 rnílna hrakning. 1816 fann
Kotzebue á Kadakseyjum mann frá Uloa á Carolín-
eyjunum. Hafði hann hrakizt á fiskibáti með 3
mönnum öðrum alla þessa leið, að minnsta kosti
350 mílur. þ>að var og alitítt, að heilir skipaflotar
fóru burt frá þjettbyggðum eyjum til landaleita, og
settust þar að, er þeir hittu byggilegar eyðieyjar,
eða börðust til landa þar sein byggð var fyrir, al-
veg eins og norrænu víkingarnir fornu. Stundum
urðu þeir að flýja fyrir ófriði heima fyrir.
Ekki er gott að segja með vissu, lrve snemma
Polynesíar hafa farið frá hinum fyrstu ættstöðvum
sínum og skilizt frá Malajum ; líklega hefir þetta
gerzt allsnemma, nokkrum öldum fyrir Krists burð.
A Sunda-eyjum gera menn enn vín úr blómhylkj-
um kókospálmans, og kalla það »toddy» eða »taddy»,
og er það sama orðið og nú er komið til vor með
nokkurri annari þýðingu ; orð þetta er úr sanskrít,
og er því líklegt, að Malajar á Sundaeyjum hafi
lært þessa víngjörð afHindúum. Polynesíar kunna
eigi að gera vín á þann hátt; en eigi eru mikil