Iðunn - 01.01.1886, Page 205
199
Um Suðurhafseyjar.
líkindi til, að þeir hefðu gleymt því, ef þeir höfðu
Binhvern tíma kunnað það; því kókospálminn er
eitt hið algengasta trje á Suðurhafseyjum; nú
komu Hindúar til Sundaeyja hjer um bil einni öld
fyrir Krists burð, og hafa þá Polynesíar að öllum
h'kindum fyrir löngu verið farnir þaðan. Ymsir
siðir, tungumálin og annað bendir til hins sama.
A Páskaey, sem liggur einna austast af öllum Suð-
urhafseyjum, hafa menn margar sagnir um hið
fyrsta landnám. þangað komu þeir fyrst frá eynni
Öparó eða Eapaiti (27° 35' s. br., 144° 20' v. 1.
frá Greenwich); voru landnámsmenn 400 að tölu;
felja þeir í kvæðum sínum alla konunga, er þar
hafa verið síðan, og eru þeir 22 ; hafi nú hver að
jafnaði ráðið ríkjum 20 ár, þá hefir landnám þetta
°rðið snemma á 15. öld f fyrsta lagi.
Eyjarskeggjar á Sandwicheyjum komu þangað
ffá Marquesaseyjum og Tahiti, að því er kvæði
þeirra og þjóðsögur segja, en ýms staðanöfn á
Sandwicheyjum benda á Samóa-eyjarnar, og svo er
víða í Kyrrahafi, að þjóðsögur, nöfn o. fl. benda
þangað, og sýnast þær eyjar hafa verið ein af aðal-
stöðvunum á þessu þjóðaflakki. Eptir konungatal-
inu og kvæðum Sandwicheyjamanna virðist land
hafa verið numið þar á 10. öld. Marquesaseyjar
hyggðust miklu fyr, líklega á fyrstu eða annari öld
Optir Krist. Nákvæmar sagnir eru til um landnám
^ Nýja-Sjálandi. þangað hafa Maóríar komið á
h4. eða 15. öld; er enn í frásögur fært, hvað skip
landnámsmanna hjetu, hverir foringjar voru og livar
þá bar að landi. Segjast Maóríar hafa komið
þa-ngað frá Hawaiki, en sá staður er á Samóaevj-