Iðunn - 01.01.1886, Page 206
200
forvaldur Thoroddsen :
um; síðar, þegar landnámssögurnar fóru að gleym-
ast alþýðu, varð Hawaiki að ódáinsakri, er sálir
dauðra manna áttu að fara til. Ymsar sagnir benda
til þess, að eigi hafi verið alveg mannlaust fyrir á
Nýja-Sjálandi, er Maóríar komu þangað; hafa þar
að öllum llkindum verið Astralíu-blámenn, sem
komið hafa þangað frá Astrallandi eða Tasmaníu.
Sumir þykjast enn sjá þess merki, að nokkrir Ma-
óriaflokkar á Nýja-Sjálandi hafi blandazt við þessa
frumþjóð. þegar landnámsmenn komu til Nýja-
Sjálands frá Hawaiki, höfðu þeir með sjer ýmsar
nytsamar jurtategundir, er þeir ræktuðu í hinum
nýju heimkynnum sínum ; þeir höfðu og með sjer
rottur, er þeir hleyptu í land, hunda og nokkrar
fuglategundir; rotturnar og hundana hafa þeir til
matar og úr hundaskinnum gera þeir sjer föt.
A allflestum eyjum í Miklahafi hafa menn ein-
hverjar sagnir um fyrsta landnám, og sýnir það, að
eigi er ýkjalangt síðan þetta þjóðafiaklt byrjaði.
Fyrsti þjóðastraumurinn hefir haldið frá Indlands-
eyjum suður og austur og líklega eptir margar hvíld-
ir sezt að á Samóaeyjum og þar í kring; þar hefh'
straumurinn klofnað og kvíslazt síðan smátt og
smátt út um allt Kyrrahafið.
Mjög margar breytingar hafa orðið á Suðuriiafs-
eyjum á þessari öld, einkum þó á hinum fjarlægari
eyjum; á eyjunum kring um Nýju-Guineu hafa
Európumenn enn óvíða tokið sjer bólfestu, og þvl
haldast þar enn allir fornir siðir, en í Polynesiu
er allt orðið umbreytt frá því er áður var. Krist-
in trú hefir breiðzt út um allflestar eyjarnar og
hofir, oins og oðlilegt er, allur hugsunarháttur eyj-