Iðunn - 01.01.1886, Page 208
202 forvaldur Thoroddsen:
3 börn, skuli laus við alla skatta, en hver sem
íleiri eignast, skuli fá gjafir í löndum og lausum
aurum. Hver orsök er til þessa, vita menn eigi;
líklegt er þó, að óeðlileg breyting á lifnaðarháttum
eyjarskeggja valdi bæði þessu og því, að menn
hrynja nú niður af alls konar sjúkdómum miklu
fremur en áður; líkamsbyggingin hefi orðið veikari
fyrir, er farið var að nota önnur matvæli en áöur
tíðkuðust og siðirnir breyttust. Líkamsæfingar, sem
hver maður þurfti fyrrum að temja sjer daglega til
þess að geta verið liraustur í bardögum, sem allt
af bar að höndum, styrktu líkamann; en þegar
Európumenn höfðu tekið sjer þar bólfestu, hurfu
styrjaldirnar, líkamsæfingum var enginn gaumur
gefinn, og menn lögðust í leti og ómennsku; eyjar-
skeggjar urðu og víða óþrifnari eptir að þeir fóru að
bera klæði Európumanna en áður; fyrrum þvoðu
menn opt líkamann og smurðu í olíu og feiti, en
hættu því, er fötin komu, til þess að skemma þau
ekki, og urðu þá kulvísari en áður o. s. frv. Breyting
á lifnaðarhætti manna á Suðurhafseyjum varð
fjarska snögg og á 50 árum hafa á Sandwicheyjum
að tiltölu meiri breytingar orðið á lifnaðarhætti
manna, siðum, klæðaburði o. fl., en í Európu á
þúsund árum. Ótal sjúkdómar (mislingar, bóla,
tæring o. Íí.) fluttust með Európumönnum og strá-
felldu heilar þjóðir, og gerðu hjer miklu meiri usla
en dæmi voru til í Európu. þar á ofan bættist, að
sumstaðar varð siðaspilling meiri eptir að Európu-
menn komu og brennivín fór að flytjast; villimenn
kunnu sjer ekkert lióf og drukku sig í rot þegar
þeir gátu því við komið. Svona er það alstaðar